29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Samkvæmt 3. gr. skipulagsskrár fyrir Barnaverndarsjóð, nr. 509/1992, er markmið<br />

sjóðsins að stuðla að forvörnum á sviði barnaverndar og að upplýsa almenning um<br />

barnavernd. Þá segir ennfremur að fjármunum sjóðsins skuli einkum varið til útgáfu<br />

rita um þetta efni.<br />

Með vísan til framangreinds fer ég þess á leit að Barnaverndarsjóður styrki þetta<br />

samvinnuverkefni umboðsmanns barna og Félags íslenskra barnalækna með því að<br />

leggja 250 þúsund krónur til útgáfu áðurnefnds bæklings um ofbeldi í sjónvarpi.<br />

Með því að miðla upplýsingum og fróðleik til foreldra ungra barna er stuðlað að<br />

vernd þeirra fyrir skaðlegum áhrifum ofbeldis í sjónvarpi, en ábyrgð foreldra er<br />

mikil í þessum efnum.<br />

Dæmi um símaerindi er varða fjölmiðla:<br />

Kvartað er vegna sýningar á fréttaljósmyndum á opinberum vettvangi. Mótmælt<br />

er ofbeldi almennt í fjölmiðlum þ.á m. auglýsingum sem sýna ofbeldisatriði.<br />

Vanþóknun á auglýsingu Tóbaksvarnarnefndar. Bent á óviðeigandi<br />

auglýsingar á barnasýningum í kvikmyndahúsum. Áhyggjur af barnaklámi á<br />

Netinu. Fyrirsætukeppni ungra stúlkna mótmælt. Bent á myndbirtingar í<br />

fjölmiðlum af drukknum unglingum, ítrekað sýnd neikvæð ímynd unglinga í<br />

fjölmiðlum.<br />

Mér barst svohljóðandi svar frá Barnaverndarsjóði, dagsett 22. desember 1997:<br />

8. Öryggismál, heilbrigðis- og tryggingamál<br />

BLS<br />

74<br />

„Stjórn Barnaverndarsjóðs hefur á fundum sínum fjallað um umsókn yðar dags. 1.<br />

september sl. um fjárveitingu úr Barnaverndarsjóði til þess að standa straum af hluta<br />

kostnaðar vegna gerðar bæklings um áhrif sjónvarps á börn. Fram kemur að<br />

bæklingurinn sé unninn í samstarfi við Félag íslenskra barnalækna.<br />

Það skal sérstaklega tekið fram að stjórn Barnaverndarsjóðs lítur svo á að útgáfa<br />

bæklings af þessu tagi sé vel fallin til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif<br />

sjónvarpsnotkunar. Því samþykkti stjórn Barnaverndarsjóðs á fundi sínum 19. desember<br />

1997 að veita embætti umboðsmanns barna og Félagi íslenskra barnalækna<br />

allt að kr. 250.000 styrk til þess að gefa út bækling svo sem nánar er greint frá í<br />

umsókn yðar. Stjórnin tekur fram að með styrkveitingu þessari er ekki tekin afstaða<br />

til þeirra staðhæfinga sem fram koma í fylgiskjali með umsókn yðar um hvaða áhrif<br />

sjónvarpsnotkun kunni að hafa á börn, enda gefa kannanir ekki einhlíta niðurstöðu<br />

í þessum efnum.<br />

Er þess óskað að þér gerið stjórn Barnaverndarsjóðs viðvart þegar endanleg kostnaðaráætlun<br />

liggur fyrir og mun þá styrkurinn afgreiddur til yðar.<br />

Áskilið er að þess sé getið í bæklingnum að útgáfan sé styrkt af Barnaverndarsjóði.<br />

Barnaverndarsjóður óskar eftir að sjóðnum verði send 6 eintök af bæklingnum er<br />

hann liggur fyrir.“<br />

Ég geri ráð fyrir að bæklingurinn komi út snemma á næsta ári, en ætlunin er að<br />

honum verði dreift til foreldra í tengslum við ungbarnaeftirlit heilsugæslustöðva um<br />

land allt.<br />

8.0 Samræmd slysaskráning – öryggi barna á íþrótta- og leiksvæðum<br />

Í skýrslu minni fyrir árið 1996 rifjaði ég upp bréfaskipti mín við Slysavarnaráð og<br />

Landlæknisembættið er vörðuðu samræmda slysaskráningu og öryggi barna á<br />

íþrótta- og leiksvæðum. Þar kom einnig fram að þar sem tilraunir mínar til þess að<br />

fá svör og viðbrögð frá þessum aðilum höfðu engan árangur borið sendi ég<br />

heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf og kynnti henni málið um leið og ég<br />

óskaði eftir viðbrögðum ráðuneytisins við fyrsta tækifæri (sjá S<strong>UB</strong>:1996, kafla 8.1,<br />

sbr. einnig S<strong>UB</strong>:1995, kafla 11.0). Þar sem mér bárust engin svör frá heilbrigðis- og<br />

tryggingamálaráðherra ítrekaði ég erindið með bréfi dagsettu 24. febrúar 1997.<br />

Mér barst síðan svohljóðandi svar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,<br />

dagsett 5. mars 1997:<br />

„Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur borist bréf þitt dags. 24. febrúar 1997<br />

þar sem ítrekað er erindi frá 19. desember 1996 um skráningu slysa á börnum á<br />

íþrótta- og leiksvæðum.<br />

Ráðuneytið tekur undir þau sjónarmið að brýnt sé að á hverjum tíma liggi fyrir<br />

nákvæmar upplýsingar um slys á börnum sem nota mætti til að skipuleggja nauðsynlegar<br />

úrbætur í þessum efnum.<br />

Á undanförnum árum hefur verið unnið að endurbótum á skráningu slysa hér á<br />

landi. Á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur kemur um þriðjungur barna sem slasast<br />

og þar er safnað upplýsingum um aðdraganda og aðstæður slysa auk einkenna og<br />

meðferðar. Þar liggja því fyrir upplýsingar um slys barna á íþrótta- og leiksvæðum<br />

BLS<br />

75<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!