29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

42<br />

4.4. Einelti<br />

Talsverð vinna var lögð í þetta verkefni á árinu, sem hófst með því að ég kallaði til<br />

fundar við mig fjölmarga aðila sem vinnu sinnar vegna eru í daglegum samskiptum<br />

við börn og unglinga. Tilgangur minn var að fá fram sem flest sjónarhorn á það<br />

vandamál sem eineltið er, en einnig að kanna með hvaða leiðum væri best að vinna<br />

gegn því. Þá vildi ég einnig kanna hvort ríkjandi væri sameiginlegur skilningur á<br />

merkingu hugtaksins, hversu algengan og alvarlegan menn teldu vandann vera og<br />

hvort grundvöllur væri fyrir samstarfi embættisins við einn eða fleiri af þeim<br />

aðilum sem til voru kallaðir (sjá nánar kafla 1.4).<br />

Það er niðurstaða mín að lokinni þessari fundahrinu að nauðsynlegt sé að varpa ljósi<br />

á nokkur veigamikil atriði er varða einelti meðal barna. Nauðsynlegt er að skilgreina<br />

nákvæmlega hugtakið einelti þannig að sameiginlegur skilningur ríki um merkingu<br />

þess. Það er forsenda þess að hægt sé að afhjúpa og greina vandann. Þá er<br />

nauðsynlegt að ákvarða hverjir<br />

bera ábyrgð og eiga að hafa frumkvæði<br />

að því að taka á einelti<br />

þegar þess verður vart. Hér tel ég<br />

að á skólanum hvíli mikil ábyrgð,<br />

einkum í krafti þess að börn eru<br />

skólaskyld lögum samkvæmt og<br />

geta því engu ráðið um það hvort<br />

þau sækja skóla eða ekki. Þátttaka<br />

barnanna sjálfra tel ég að sé<br />

afar mikilvæg þegar unnið er<br />

gegn einelti meðal þeirra, en<br />

einnig þarf að sjálfsögðu að koma<br />

til víðtækt samstarf margra annarra<br />

aðila. Á fundunum kom<br />

einnig fram að fræðsluefni um<br />

einelti fyrir kennara, foreldra,<br />

skólastjórnendur og ekki hvað<br />

síst nemendurna sjálfa, skortir<br />

sárlega. Þá er ég þeirrar skoðunar<br />

að nauðsynlegt sé að rannsaka<br />

með vísindalegum hætti umfang<br />

eineltis meðal barna í íslenskum<br />

skólum.<br />

Í kjölfar framangreindra funda sendi<br />

ég menntamálaráðherra svohljóðandi<br />

bréf, dagsett 20. maí 1997:<br />

„Við verðum að hafa vakandi auga á því að skólasystkini<br />

okkar verði ekki fyrir háði eða öðru aðkasti.<br />

Þeir sem eru lagðir í einelti bera þess kannski<br />

aldrei bætur svo það getur jafnvel eyðilagt líf<br />

þeirra.“ – Guðlaugur Magnús, 14 ára, Ólafsfirði.<br />

Eins og yður er kunnugt um hef ég<br />

ákveðið að hefja á þessu ári skipulega<br />

vinnu gegn einelti í skólum. Enda þótt<br />

einelti sé vissulega að finna víðar en í skólum, er ég þeirrar skoðunar að<br />

skólaskyldan sjálf leggi sérstaklega ríka ábyrgð á herðar skólakerfinu að sýna<br />

frumkvæði í því að þróa aðferðir til þess að vinna gegn einelti. Börnum er skylt að<br />

sækja skóla jafnvel þótt þeim geti liðið þar illa vegna eineltis í einhverri mynd.<br />

Á undanförnum mánuðum hef ég átt fundi með fjölmörgum aðilum sem koma að<br />

málefnum barna með einum eða öðrum hætti, en margir þeirra hafa hugleitt þessi<br />

mál mjög gaumgæfilega og látið þau sig varða. Tilgangur þessara funda hefur verið<br />

að fá sem flest sjónarmið varðandi einelti, þar á meðal að leita eftir hugmyndum um<br />

hvað þurfi að gera til þess að komast að rót vandans þannig að unnt sé að þróa<br />

aðferðir til þess að vinna gegn honum. Ég hef á fundum þessum orðið þess áskynja<br />

að starfsmenn skólanna hafa miklar áhyggjur af því hversu algengt einelti er orðið,<br />

og sums staðar er vissulega tekið á þessum málum af miklum myndarskap, bæði með<br />

reglubundinni fræðslu og ráðgjöf til handa nemendum og foreldrum.<br />

Að lokinni þessari fundahrinu sýnist mér hins vegar nokkuð ljóst að nauðsyn beri til<br />

að skilgreina hvað í einelti felst, þannig að sameiginlegur skilningur ríki um hvað<br />

hér er á ferðinni. Þá sýnist mér einnig jafn ljóst að kanna þurfi í grunnskólum<br />

hvernig tekið er á einelti. Það virðist vera undir hælinn lagt hvernig skólastjórnendur<br />

taka á ábendingu um slík tilfelli: Sums staðar tekur við fyrirfram ákveðið ferli<br />

þar sem skólastjóri kallar til hóp nokkurra lykilaðila innan skólans, svo sem skólahjúkrunarfræðing,<br />

námsráðgjafa, skólasálfræðing og umsjónarkennara. Málið fær<br />

skipulega umfjöllun og allt kapp er lagt á að upplýsa það og aðstoða bæði þolanda<br />

og geranda. Annars staðar koma bæði börn og foreldrar að lokuðum dyrum: Daufheyrst<br />

er við ákalli barns sem lagt er í einelti, og foreldrar, eða aðrir fullorðnir, sem<br />

vilja koma barninu til hjálpar reka sig hvarvetna á veggi. Enginn innan skólans<br />

virðist líta á það sem skyldu sína eða ábyrgð að taka á málinu. Þegar verst lætur<br />

neyðist fórnarlamb eineltis til þess að skipta um skóla, án þess að fjallað hafi verið<br />

um vandamálið af nokkurri alvöru. Loks vil ég nefna að mikið skortir á að fræðsla<br />

um þessi mál sé með skipulögðum hætti, jafnt til handa börnum sem fullorðnum.<br />

Einkum tel ég brýnt að börnin sjálf fái fræðslu við hæfi og tel ég að nemendaráð<br />

grunnskólanna geti verið kjörinn vettvangur hvað þetta varðar.<br />

BLS<br />

43<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!