28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

1<br />

KAFLI I<br />

INNGANGUR<br />

Á undanförnum árum hefur eldra fólki fjölgað hlutfallslega á Íslandi. Meðalævi hefur<br />

lengst <strong>og</strong> heilsa þeirra sem komnir eru á efri ár batnað. Á síðastliðnum fimm árum hefur fólki<br />

sem er eldra en 67 ára fjölgað um 4000 eða úr rúmum 10% í 11% allra landsmanna. Búist er<br />

við að þessi <strong>þróun</strong> haldi áfram <strong>og</strong> árið 2050 verði einstaklingar 67 ára <strong>og</strong> eldri um 23% af<br />

þjóðinni (Hagstofa Íslands, 2012). Fjölgun aldraðra kallar á aukna <strong>þjónustu</strong> við þennan<br />

samfélagshóp, ekki síst <strong>þjónustu</strong> iðjuþjálfa. Iðjuþjálfar leggja áherslu á að efla færni fólks við<br />

iðju sem er því mikilvæg í daglegu lífi (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir,<br />

2011). Nú er í undirbúningi að flytja ábyrgð á <strong>þjónustu</strong> við aldraðra frá ríki til sveitarfélaga <strong>og</strong><br />

stefnt er að því að sú tilfærsla verði árið 2015 (Bolli Þór Bollason, 2013). Eitt af<br />

meginmarkmiðum með tilfærslunni er að tryggja öldruðum góða <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> auka möguleika<br />

á að laga hana að þörfum hvers <strong>og</strong> eins (Velferðarráðuneytið, 2012).<br />

Rannsóknir hafa verið gerðar um viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir eldra fólks í þéttbýli til<br />

<strong>þjónustu</strong> en minna hefur verið um samskonar rannsóknir í í dreifbýli. Rannsóknir sem hafa<br />

verið gerðar meðal íbúa í dreifbýli sýna að íbúar á dreifðu svæði hafa m.a. ekki sama úrval af<br />

tómstundaiðju, búa við meiri einangrun <strong>og</strong> hindranir úr umhverfinu. Aldraðir sem búa í<br />

dreifbýli eru einnig mun líklegri til að taka þátt í líkamlega erfiðri vinnu en þeir sem búa í<br />

þéttbýli, jafnvel eftir að þeir eru hættir launaðri vinnu (Arnadottir, Gunnarsdottir <strong>og</strong> Lundin-<br />

Olsson, 2009).<br />

Hugmyndin að rannsókninni sem hér er kynnt kviknaði þegar félagsmálanefnd<br />

Eyjafjarðarsveitar leitaði til iðjuþjálfunarfræðideildar Háskólans á Akureyri <strong>og</strong> óskaði eftir<br />

samstarfi um könnun á <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræðum í sveitarfélaginu. Nefndin hugar að<br />

framtíðarstefnumótun <strong>og</strong> vantar gögn um viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra íbúa<br />

sveitarfélagsins til að taka mið af við þá vinnu. Rannsakendur hafa verið búsettir víðs vegar

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!