28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

9<br />

Jakobsson, <strong>og</strong> Hallberg, 2013). Önnur rannsókn var gerð á Íslandi þar sem skoðuð var reynsla<br />

aldraðra, sem búsettir voru á eigin heimili, af heilbrigði <strong>og</strong> af því hvað viðheldur <strong>og</strong> eflir<br />

heilsu á efri árum. Tekin voru 16 viðtöl við 10 einstaklinga <strong>og</strong> notast við Vancouver skólann í<br />

fyrirbærafræði. Aldraðir töldu andlegt heilbrigði <strong>og</strong> þá helst gott minni vera forsendu þess að<br />

geta verið sjálfbjarga (Guðrún Elín Benónýsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir <strong>og</strong> Sigríður<br />

Halldórsdóttir, 2009).<br />

Iðja skiptist niður í eigin umsjá, störf <strong>og</strong> tómstundaiðju <strong>og</strong> verður hún til í samspili<br />

einstaklingsins <strong>og</strong> umhverfis hans. Allar tilgangsbundnar athafnir sem einstaklingurinn<br />

framkvæmir í daglegu lífi falla undir iðju. Hversu vel einstaklingnum tekst að framkvæma<br />

athafnirnar, hvernig honum líkar það sem hann er að gera <strong>og</strong> hvort hann nýtur þess skiptir<br />

máli (Law o.fl., 2002). Í rannsókn Krishnasamy, Unsworth <strong>og</strong> Howie (2011) sem gerð var í<br />

Singapúr var könnuð virkni <strong>og</strong> ferðamátar eldri íbúa. Þátttakendur voru 56 <strong>og</strong> höfðu allir náð<br />

50 ára aldri. Notast var við hentugleikaúrtak <strong>og</strong> áttu þátttakendur að lýsa einum degi í lífi sínu<br />

í dagbók. Við úrvinnslu gagna kom í ljós að algengasta iðja hópsins var að hitta vini <strong>og</strong><br />

fjölskyldu auk hreyfingar. Önnur iðja sem þátttakendur tóku sér oft fyrir hendur samkvæmt<br />

rannsókninni var að sjá um aðra, iðka ýmiskonar tómstundaiðju, vinna <strong>og</strong> sinna<br />

sjálfboðastarfi. Í skýrslu Heilbrigðis- <strong>og</strong> tryggingamálaráðuneytisins um lífskjör, lífshætti <strong>og</strong><br />

lífsskoðun eldri borgara á Íslandi frá 1999 kom fram að atvinnuþátttaka þeirra sem náð hafa<br />

65 ára aldri var sú mesta á meðal ríkja sem heyra undir Efnahags- <strong>og</strong> framfarastofnunina<br />

(OECD). Af því hefur verið dregin sú ályktun að vinna gegni mikilvægu hlutverki í lífi eldri<br />

Íslendinga (Stefán Ólafsson, Karl Sigurðsson <strong>og</strong> María J. Ammendrup, 1999). Við starfslok<br />

geta orðið mikil kaflaskil í lífi fólks en þá missir fólk hlutverk sem oft hafa stýrt venjum,<br />

dagskipan <strong>og</strong> félagslegum tengslum. Vegna þessarar iðjuröskunar þurfa margir að skapa nýjar<br />

rútínur <strong>og</strong> tryggja virkni í daglegu lífi. Aldurstengdar breytingar <strong>og</strong> lakari heilsa geta leitt af<br />

sér minni færni við eigin umsjá s.s. við böðun <strong>og</strong> flóknari athafnir eins <strong>og</strong> þrif eða matseld. Í

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!