28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

49<br />

Sólborgar Sumarliðadóttur <strong>og</strong> Kristínar Björnsdóttur (2011) kom fram að aldraðir<br />

einstaklingar vildu búa á heimili sínu sem lengst. Aðstoð sveitarfélagsins, fjölskyldu <strong>og</strong> góðar<br />

aðstæður heima fyrir voru forsenda áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Þetta tengist fræðum<br />

kanadíska iðjulíkansins en það leggur áherslu á samspil einstaklings, iðju <strong>og</strong> umhverfis sem<br />

hefur áhrif á færni við iðju (Law o.fl., 2002). Með heima<strong>þjónustu</strong> er umhverfið bætt í takt við<br />

þarfir einstaklingsins <strong>og</strong> hefur þetta samspil áhrif á daglegt líf.<br />

Í lok spurningalistans sem lagður var fyrir gafst þátttakendum tækifæri til að koma því<br />

á framfæri sem þeim var efst í huga varðandi efni rannsóknarinnar. Margir sem nýttu sér þrif á<br />

vegum sveitarfélagsins hrósuðu starfsfólkinu sem vann þau verk. Nokkrir nefndu þó að<br />

þrifaþjónustan væri misjöfn eftir því hver þrifi. Í Svíþjóð var gerð rannsókn þar sem<br />

öldrunarþjónusta á hjúkrunarheimilum <strong>og</strong> heima<strong>þjónustu</strong> var metin. Notendur <strong>þjónustu</strong>nnar<br />

töldu viðmót starfsfólks vera það atriði sem hvað mestu máli skipti (Hasson <strong>og</strong> Arnetz, 2011).<br />

Út frá þessum tveimur rannsóknum kemur skýrt fram hvaða atriði aldraðir setja í forgang<br />

varðandi <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> verðugt fyrir starfsfólk <strong>og</strong> skipuleggjendur <strong>þjónustu</strong> að hafa það í huga.<br />

Óskir um breytingar á <strong>þjónustu</strong> á vegum sveitarfélagsins voru ýmsar. Þriðjungur þeirra<br />

þátttakenda sem fengu aðstoð við þrif frá sveitarfélaginu töluðu um að illa væri þrifið <strong>og</strong> þeir<br />

vildu meiri <strong>og</strong> ítarlegri þrif. Í viðbótarupplýsingum út frá opinni spurningu komu fram viðhorf<br />

þátttakenda til heima<strong>þjónustu</strong>nnar þar sem nokkrum fannst hún vera of takmörkuð <strong>og</strong> þá helst<br />

verklýsing hennar. Kemur þetta að hluta til heim <strong>og</strong> saman við sænska rannsókn en þar voru<br />

ánægja <strong>og</strong> óánægja með <strong>þjónustu</strong> skoðuð út frá heilbrigði einstaklinga, heima<strong>þjónustu</strong>,<br />

heimahjúkrun <strong>og</strong> endurhæfingu. Þau atriði sem þátttakendur voru óánægðast með var hvað<br />

þeim fannst þeir hafa lítið um <strong>þjónustu</strong>na að segja. Einnig nefndu þeir að tíminn sem<br />

heimaþjónustan var hjá þeim væri ekki nægur (Karlsson o.fl., 2013). Af þessum niðurstöðum<br />

<strong>og</strong> samanburði við aðrar rannsóknir má sjá mikilvægi þess að hafa viðhorf <strong>og</strong> óskir notenda í<br />

fyrirrúmi við skipulagningu <strong>þjónustu</strong> svo komið sé á móts við þarfir þeirra. Eins <strong>og</strong> áður hefur

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!