28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

51<br />

Takmarkanir<br />

Helstu takmarkanir þessarar rannsóknar eru að viðhorf <strong>og</strong> þjónusta eru einungis<br />

skoðuð út frá einu sveitarfélagi <strong>og</strong> því ekki hægt að alhæfa fyrir önnur sveitarfélög út frá<br />

niðurstöðum hennar. Við öflun gagna var notast við símakönnun þar sem rannsakendur<br />

hringdu í þátttakendur. Þrír spyrlar eru mismunandi <strong>og</strong> fyrirlögn spurningalistans því ekki<br />

alveg eins milli símtala. Svarhlutfall var minnst hjá aldurshópi c) eða 79 ára <strong>og</strong> eldri. Það telst<br />

takmarkandi þáttur þar sem ekki fæst jafn góð yfirsýn yfir viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir þess hóps.<br />

Þar sem notast er við megindlega aðferð fæst ekki sama dýpt í svör eins <strong>og</strong> ef um eigindlega<br />

rannsókn væri að ræða. Reynsluleysi rannsakenda telst einnig sem takmarkandi þáttur en þetta<br />

er þeirra fyrsta rannsókn.<br />

Hagnýtt gildi fyrir iðjuþjálfun<br />

Eins <strong>og</strong> fram kemur fyrr í textanum byggir rannsókn þessi á kanadíska líkaninu um<br />

færni við iðju. Líkanið er notað meðal iðjuþjálfa <strong>og</strong> skoðar hvernig einstaklingsþættir,<br />

umhverfi <strong>og</strong> iðja vinna saman <strong>og</strong> hafa áhrif á þátttöku í daglegu lífi eða eflingu iðju.<br />

Rannsóknir sem kynntar voru áður hafa sýnt fram á áhrif einstaklingsþátta við iðju, þeir sem<br />

hraustir eru líkamlega <strong>og</strong> andlega sýndu meiri ánægju með félagslega <strong>þjónustu</strong> en þeir sem<br />

veikari voru (Karlsson o.fl., 2013). Eldri borgarar töldu andlegt heilbrigði <strong>og</strong> þá helst gott<br />

minni vera forsendu þess að geta verið sjálfbjarga (Guðrún Elín Benónýsdóttir ofl., 2009).<br />

Einstaklingsþáttum aldraðra <strong>og</strong> öldrunarbreytingum er erfitt að breyta en iðjuþjálfar geta<br />

aðlagað umhverfi <strong>og</strong> iðju þannig að efling iðju eigi sér stað.<br />

Ein tegund iðju er tómstundaiðja. Á efri árum gegnir tómstundaiðja oft mikilvægu<br />

hlutverki í lífi fólks <strong>og</strong> tekur við af starfshlutverkinu (Olson <strong>og</strong> O'Herron, 2004). Iðjuþjálfar<br />

hafa gert margs konar rannsóknir á tómstundaiðju aldraðra eins <strong>og</strong> kemur fram í fræðilegu<br />

samantektinni. Rannsóknir hafa sýnt að íbúar í dreifbýli eru líklegri til að stunda annars konar<br />

tómstundaiðju en þeir sem búa í þéttbýli (Su o.fl., 2006). Með því að þekkja viðhorf, óskir <strong>og</strong>

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!