28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

45<br />

Samkvæmt virknikenningunni byggir farsæl öldrun á því að viðhalda virkni <strong>og</strong><br />

þátttöku í samfélaginu. Rúmur helmingur svarenda voru meðlimir í Félagi aldraðra í Eyjafirði<br />

<strong>og</strong> um helmingur þess hóps stundaði félagsstarfið vikulega eða oftar. Virkasti hópurinn innan<br />

félagsins var aldurshópur c) 79 ára <strong>og</strong> eldri <strong>og</strong> algengara var að konur væru virkari en karlar.<br />

Af því skipulagða starfi sem var í boði í félagi aldraðra var algengast að þátttakendur<br />

tækju þátt í handavinnu en önnur vinsæl viðfangsefni voru ferðalög <strong>og</strong> námskeið á vegum<br />

félagsins. Í sveitarfélagi eins <strong>og</strong> Eyjafjarðarsveit þar sem ein aðal atvinnugreinin er<br />

landbúnaður (Eyjafjarðarsveit, e.d.c), eru bústörfin oft orðin að áhugamáli eða lífsstíl.<br />

Mikilvægt er út frá samfellukenningunni að hætta ekki að sinna alveg búskapnum þótt<br />

einstaklingar séu komnir á efri ár heldur fylgja sama eða svipuðu lífsmynstri en þó í samræmi<br />

við mismunandi aðstæður, öldrunarbreytingar <strong>og</strong> eigin takt í lífinu (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir<br />

<strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011; Feldman, 2008). Þetta kemur heim <strong>og</strong> saman við niðurstöður<br />

rannsóknar okkar þar sem hluti þátttakenda taldi bústörfin sem sína tómstundaiðju.<br />

Aðeins tveir þátttakendur rannsóknarinnar töldu fjölbreytni tómstundatilboða Félags<br />

aldraðra í Eyjafirði vera of litla en þó komu ýmsar hugmyndir fram um hvernig hægt væri að<br />

fjölga tómstundamöguleikum félagsins. Mikil ánægja var með aðstöðuna hjá félaginu <strong>og</strong><br />

nefndu virkir meðlimir að margt hefði breyst til hins betra eftir að hún var bætt svo sem<br />

framboð á viðfangsefnum, viðhorf <strong>og</strong> mæting félaga. Þessar niðurstöður má skoða út frá<br />

íslenskri rannsókn þar sem borin var saman virkni aldraðra í dreifbýli <strong>og</strong> þéttbýli. Þar kom í<br />

ljós að þeir sem bjuggu í dreifbýli höfðu m.a. ekki sama úrval af tómstundaiðju <strong>og</strong> bjuggu við<br />

meiri einangrun <strong>og</strong> hindranir í umhverfinu (Arnadottir o.fl., 2009). Þó að rannsókn okkar gefi<br />

ekki niðurstöður um aðstæður í þéttbýli höfðu aðeins tveir einstaklingar út á tómstundaiðjuna<br />

að setja en þessi jákvæðu viðhorf gætu tengst ánægju meðlima Félags aldraðra í Eyjafirði með<br />

aðstöðuna. Þegar spurt var um framboð <strong>og</strong> fjölbreytileika í starfsemi félagsins kom fram að<br />

um helmingur þátttakenda völdu valmöguleikann ég veit ekki. Sá valmöguleiki átti bæði við

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!