28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

42<br />

meiri þrif. Í spurningalistanum var opin spurning sem hvatti fólk til segja frá ef þörf væri á<br />

meiri <strong>þjónustu</strong> í sveitarfélagið <strong>og</strong> þá hvernig. Svörin voru flokkuð eftir á <strong>og</strong> sögðu tæp 3% að<br />

verslun vantaði í sveitarfélagið. Um 3% vildu einnig að hringt yrði reglulega til að athuga<br />

með fólk sem náð hefði háum aldri <strong>og</strong> tæp 6% vildu fá tilbúinn mat sendan heim, líka um<br />

helgar. Rúmlega 1% vildi fá aðstoð við snjómokstur <strong>og</strong> sama hlutfall vildi fá garð<strong>þjónustu</strong>.<br />

Viðbótarupplýsingar þátttakenda<br />

Í lok spurningalistans var opin spurning þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að<br />

koma á framfæri viðhorfum, óskum <strong>og</strong> frekari skoðunum um efni rannsóknarinnar. Þar<br />

nefndu íbúar atriði sem þeim fannst ábótavant <strong>og</strong> oft voru sterkar skoðanir á lausnum þeim<br />

tengdum. Fólk hrósaði einnig þeirri <strong>þjónustu</strong> sem fyrir var.<br />

Aðstaðan fyrir félagsstarf aldraðra fékk mikið lof. Svarendur nefndu að margt hefði<br />

breyst til hins betra eftir að hún var bætt, framboð á tómstundatilboðum hefði aukist, viðhorf<br />

<strong>og</strong> mæting félaga væri betri. Sundleikfimin var ofarlega í hugum margra en þeir sem nýttu sér<br />

hana voru mjög ánægðir. Flestir sem hana stunduðu voru á þeirri skoðun að hún ætti að vera í<br />

boði allt árið.<br />

Þörfum þeirra sem ekki keyrðu var í einhverjum tilfellum ekki mætt <strong>og</strong> höfðu nokkrir<br />

þátttakendur orð á að fyrir fólk sem ekki væri með bílpróf væri afar erfitt að komast á milli<br />

staða sökum kostnaðar því leigubílar væru dýrir. Sami hópur sagðist finna fyrir einmannaleika<br />

<strong>og</strong> ætti það til að einangrast. Einnig væri mikil hindrun að vera upp á aðra kominn með akstur<br />

á milli staða. Einn þátttakandi nefndi mjólkurbílinn <strong>og</strong> að hans væri saknað þar sem hann<br />

hefði, á árum áður, verið regluleg <strong>og</strong> góð samgönguleið.<br />

Í tengslum við búsetuúrræði kom fram ósk um afslátt á fasteignagjöldum en einn<br />

þátttakandi hafði þá skoðun að sveitarfélagið ætti að veita afslátt á fasteignagjöldum fyrir íbúa<br />

67 ára <strong>og</strong> eldri sem vilja <strong>og</strong> geta búið áfram í eigin húsnæði. Þannig væri það hagur<br />

sveitarfélagsins að þurfa ekki að grípa inn í með búsetuúrræði fyrir þennan hóp, heldur gefa

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!