28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

43<br />

fólki möguleika á að búa lengur heima þar sem fasteignagjöld væru orðin stór útgjaldaliður<br />

heimilanna. Annar þátttakandi stakk upp á að byggja raðhús á vegum sveitarfélagsins á<br />

Kristnesi í Eyjafirði með litlum <strong>og</strong> þægilegum íbúðum sem henta öldruðum. Einnig voru<br />

íbúðir í Hrafnagilshverfi tilgreindar af nokkrum svarendum. Nefnt var að þar ættu að vera<br />

íbúðir sem aldraðir ættu forgangsrétt á <strong>og</strong> að þar væri hægt að laga umhverfið að þörfum íbúa<br />

t.d. með því að leggja göngustíg frá Akureyrarflugvelli að Hrafnagilshverfi. Nokkrir höfðu þá<br />

skoðun að þar sem öll þjónusta væri á Akureyri væri best að öll stofnanaþjónusta <strong>og</strong><br />

<strong>þjónustu</strong>íbúðir væru staðsettar þar.<br />

Þátttakendur nefndu einnig atriði varðandi heima<strong>þjónustu</strong> í Eyjafjarðarsveit <strong>og</strong> komu<br />

þar fram ýmis viðhorf. Nokkrum fannst að heimaþjónustan væri of takmörkuð <strong>og</strong> þá<br />

sérstaklega verklýsing hennar. Einn þátttakandi lýsti yfir ánægju með heilsueflandi<br />

heimsóknir, þær væru bæði góðar <strong>og</strong> nytsamlegar. Félagslegur stuðningur var einnig talinn<br />

mjög mikilvægur fyrir þá sem hann þurfa. Margir sem nýttu sér þrif á vegum sveitarfélagsins<br />

hrósuðu starfsfólkinu sem vann þau verk, bæði fyrir viðmót þeirra <strong>og</strong> þrifin sjálf. Gagnrýnt<br />

var að ekki væri gripið inn í ef forföll yrðu á þrifum t.d. vegna veikinda starfsfólks. Nokkrir<br />

nefndu að þrifaþjónusta væri misjöfn eftir því hver þrifi.<br />

Í þessum lið spurningalistans komu einnig fram atriði sem tengdust rannsókninni ekki<br />

beint. Þau svör voru flokkuð frá þegar unnið var úr niðurstöðum. Þar voru m.a. nefnd atriði<br />

tengd of lágum ellilífeyri <strong>og</strong> almennum kjörum eldra fólks, fjallskilanefnd, vistunarmati fyrir<br />

hjúkrunarheimili <strong>og</strong> lengd biðlista á Kristnes.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!