28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

10<br />

slíkum tilfellum býðst fólki að fá aðstoð samfélagsins í formi heima<strong>þjónustu</strong> (Ingibjörg S.<br />

Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011).<br />

Umhverfi er afar margbreytilegt <strong>og</strong> á við um efnisheim, stjórnsýslu, menningu <strong>og</strong><br />

samfélag. Framkvæmd, skipulagning, val <strong>og</strong> ánægja með iðju ákvarðast af tengslum<br />

einstaklings <strong>og</strong> umhverfis. Þessir þættir eru því óaðskiljanlegir <strong>og</strong> hafa breytingar<br />

umhverfisins áhrif á einstaklinginn <strong>og</strong> öfugt. Dæmi um efnisheim er landslag, gróður,<br />

húsgögn, byggingar <strong>og</strong> vegagerð. Stjórnsýsla gæti þá t.a.m. verið heilbrigðiskerfið, lög,<br />

reglugerðir <strong>og</strong> fjárveitingar. Samfélag inniheldur fjölskyldu, vini, viðhorf, trú <strong>og</strong> samskipti.<br />

Dæmi um menningu eru hefðir <strong>og</strong> venjur byggðar á gildum ákveðinna hópa þjóðfélagsins<br />

(Law o.fl., 2002). Með hækkandi aldri hefur efnis- <strong>og</strong> félagslegt umhverfi aukin áhrif á færni<br />

við iðju. Mikilvægt er að hafa það í huga <strong>og</strong> laga umhverfið að hverjum <strong>og</strong> einum (Ingibjörg<br />

S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011). Árið 2010 var gerð rannsókn í Bandaríkjunum<br />

um áhrif umhverfisþátta á virkni eldri íbúa með slitgigt <strong>og</strong> þátttöku þeirra í daglegu lífi.<br />

Þátttakendur rannsóknarinnar voru 436 einstaklingar 65 ára <strong>og</strong> eldri <strong>og</strong> var meðalaldur 70,4<br />

ár. Megindleg aðferð var notuð þar sem þrjár tegundir af matstækjum voru lagðar fyrir hvern<br />

einstakling. Farið var inn á marga umhverfisþætti s.s. sérstök útivistarsvæði, samgöngur <strong>og</strong><br />

ferli<strong>þjónustu</strong>. Í rannsókninni kom í ljós að almenningssamgöngur <strong>og</strong> ferliþjónusta eru mjög<br />

mikilvægir þættir í umhverfi eldra fólks. Þar sem vantaði almenningssamgöngur hafði þessi<br />

hópur verra aðgengi að félagsstarfi <strong>og</strong> tómstundaiðju. Einstaklingar voru einnig virkari í<br />

þátttöku í tómstundaiðju <strong>og</strong> félagsskap þar sem almenningssamgöngur voru í boði (White<br />

o.fl., 2010).<br />

Áhrif dreifbýlis á iðju aldraðra<br />

Dreifbýli er landsvæði þar sem fólk býr dreift <strong>og</strong> vinna snýr mest að landbúnaði.<br />

Andstæða þess er þéttbýli eða bæir <strong>og</strong> borgir þar sem margt fólk býr þétt saman <strong>og</strong> þar er að<br />

mestu unnið við aðrar starfsgreinar en frumvinnslu (Sigurður Guðmundsson, 2000). Miðað er

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!