28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

7<br />

stofnaðar í takt við kenninguna til að ýta undir virkni aldraðra. Þjónusta dvalarheimila hefur<br />

einnig verið löguð að kenningunni (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011).<br />

Samfellukenningin. Samkvæmt samfellukenningunni (e. continuity theory) byggir<br />

farsæl öldrun á því að viðhalda virkni <strong>og</strong> þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að tengja líf á<br />

efri árum við iðju sína í gegnum lífið (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir,<br />

2011). Einstaklingar ættu að halda áfram sama eða svipuðu lífsmynstri en þó í takt við<br />

mismunandi aðstæður <strong>og</strong> öldrunarbreytingar <strong>og</strong> finna sinn takt í lífinu. Upplifun einstaklinga<br />

er að miklu leyti undir þeim komin. Sumir hafa verið virkir alla tíð <strong>og</strong> ættu að halda því áfram<br />

<strong>og</strong> þeim sem síður hafa verið virkir farnast best ef þeir halda í það lífsmynstur. Þeir sem horfa<br />

á efri árin jákvæðum augum, sem tækifæri til þess að öðlast þekkingu <strong>og</strong> visku upplifa sjálfa<br />

sig á jákvæðari hátt (Feldman, 2008).<br />

Valdefling<br />

Valdefling (e. empowerment) er hugmyndafræði sem samkvæmt Farley, Smith <strong>og</strong><br />

Boyle (2009) byggir á að styrkja <strong>og</strong> efla vald einstaklingsins <strong>og</strong> gefa honum færi á að finna<br />

leiðir til að bæta eigin stöðu. Hver <strong>og</strong> einn einstaklingur er þannig sérfræðingur í sínu lífi.<br />

Skjólstæðingurinn áttar sig á eigin styrkleikum sem þegar eru til staðar <strong>og</strong> fær aðstoð við að<br />

efla þá.<br />

Með valdeflingu hafa notendur aukið vald við skipulagningu <strong>þjónustu</strong>, umönnun <strong>og</strong><br />

meðferð <strong>og</strong> geta þannig lagt sitt af mörkum til <strong>þjónustu</strong>nnar sem ákvarðast af persónulegri<br />

upplifun notenda. Slík þjónusta getur tryggt betri skilvirkni svo þjónustan verður áhrifameiri<br />

<strong>og</strong> hæfir notendum betur (World Health Organisation (WHO), 2008). Kanadíska<br />

iðjuþjálfafélagið skilgreinir valdeflingu sem persónulegt <strong>og</strong> samfélagslegt ferli sem hefur<br />

áhrif á sýnilegar <strong>og</strong> ósýnilegar gjörðir með því að dreifa valdi jafnt á milli allra (Law o.fl.,<br />

2002).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!