28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

48<br />

þátttakenda rannsóknarinnar komu að mörgu leyti heim <strong>og</strong> saman við rannsókn Sigurveigar<br />

H. Sigurðardóttur (2006) um viðhorf <strong>og</strong> vilja aldraðra sem búa í heimahúsum í Reykjavík. Þar<br />

kom fram að þeir þættir sem þátttakendum þóttu ávinnast með flutningi í <strong>þjónustu</strong>íbúðir voru<br />

að gott var að losna við viðhald á eigin húsnæði auk þess sem meiri félagsskapur fengist í<br />

slíkri búsetu. Í þessum samanburði má sjá að aldur <strong>og</strong> viðhald húsnæðis auk félagsskapar<br />

skipta eldri borgara máli <strong>og</strong> því er mikilvægt að skoða þá þætti þegar búsetuúrræði eru<br />

skipulögð.<br />

Spurt var um viðhorf til núverandi búsetu, þarfir fyrir breytingar <strong>og</strong> óskir um hvernig<br />

búsetuúrræði ætti að bjóða uppá í sveitarfélaginu. Flestir þátttakendur voru ánægðir með<br />

núverandi búsetu en þó nokkrir komu með óskir um breytingar. Í umfjöllun um kanadíska<br />

líkanið um færni við iðju sem kynnt var í fræðilegu samantektinni kom fram að styrkjandi<br />

umhverfi s.s. <strong>búseta</strong> <strong>og</strong> heimili við hæfi er einn meginþátturinn í því að efla einstaklinga í<br />

daglegu lífi (Law o.fl., 2002). Þetta eru því mikilvægar upplýsingar að hafa til hliðsjónar fyrir<br />

þá sem veita félags<strong>þjónustu</strong> í Eyjafjarðarsveit svo þeir geti skipulagt <strong>þjónustu</strong> sína á þann hátt<br />

að hún stuðli að eflingu iðju. Flestir þátttakendur rannsóknar okkar voru ánægðir með<br />

núverandi búsetu en nokkrir komu með óskir um breytingar. Athygli vakti að um þriðjungur<br />

þátttakenda sögðust frekar velja Akureyri ef þeir þyrftu að flytja í annað búsetuúrræði <strong>og</strong> voru<br />

þættir í umhverfinu nefndir sem forsenda þessa viðhorfs s.s. að <strong>þjónustu</strong>íbúðir <strong>og</strong><br />

stofnanaþjónusta væru nú þegar til staðar þar.<br />

Heimaþjónusta<br />

Með aldrinum þurfa einstaklingar oft meiri aðstoð við athafnir daglegs lífs <strong>og</strong> þurfti<br />

meirihluti þátttakenda einhvers konar aðstoð við heimilishald sitt. Algengast var að<br />

þátttakendur fengju aðstoð frá börnum sínum sem flutt voru af heimilinu en einnig fékk<br />

tæplega fjórðungur <strong>þjónustu</strong> frá sveitarfélaginu. Þjónustan frá sveitarfélaginu skipti alla jafna<br />

miklu máli fyrir þá sem hana nýttu. Ljóst er því að þessi þjónusta er mikilvæg en í rannsókn

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!