28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

22<br />

voru atriði sem snéru að persónulegu viðmóti starfsfólksins sjálfs þ.e. að það bæri virðingu<br />

fyrir skjólstæðingum sínum <strong>og</strong> væri áreiðanlegt í <strong>þjónustu</strong> við þá. Þau atriði sem þátttakendur<br />

voru óánægðastir með var hvað þeim fannst þeir hafa lítið um <strong>þjónustu</strong>na að segja. Einnig<br />

nefndu þeir að tíminn sem heimaþjónustan var hjá þeim væri ekki nægur. Höfundar mátu svo<br />

að þetta mætti bæta með aukinni áherslu á valdeflandi <strong>þjónustu</strong> við eldri borgara en þá væri<br />

aukin þekking <strong>og</strong> hæfni starfsfólks nauðsynleg. Rannsóknin sýndi einnig fram á að þeir<br />

einstaklingar sem bjuggu í aðlagaðri búsetu eins <strong>og</strong> <strong>þjónustu</strong>íbúðum voru óánægðari með<br />

<strong>þjónustu</strong> s.s. magn hennar, virðingu starfsfólks <strong>og</strong> tillitssemi en þeir sem bjuggu ekki í<br />

aðlöguðu húsnæði. Þessir þættir tengdust að miklu leyti lélegra heilsufari <strong>og</strong> minni færni sem<br />

gerði notendur háðari <strong>þjónustu</strong>nni. Á heildina litið voru þeir einstaklingar sem voru hraustir<br />

<strong>og</strong> upplifðu sjálfa sig heilbrigða ánægðastir með <strong>þjónustu</strong>na.<br />

Heima<strong>þjónustu</strong> Eyjafjarðarsveitar er þannig háttað að nú er gildandi samningur milli<br />

sveitarfélagsins <strong>og</strong> Akureyrarbæjar sem hljóðar þannig að þeir sem eiga lögheimili í<br />

Eyjafjarðarsveit sækja um heima<strong>þjónustu</strong> til Akureyrarbæjar. Samningurinn snýr að því að<br />

Akureyrarbær sér um að meta þörf fyrir <strong>þjónustu</strong> sem síðar er ákvörðuð <strong>og</strong> veitt af<br />

Eyjafjarðarsveit (Búsetudeild Akureyrarbæjar, 2009). Þjónustan snýr að nokkrum þáttum eins<br />

<strong>og</strong> tekið er fram hér að ofan, s.s. heimilisþrifum, heimsendingu matar <strong>og</strong> eigin umsjá. Í<br />

desember árið 2012 fengu 16 aldraðir einstaklingar heima<strong>þjónustu</strong> frá sveitarfélaginu <strong>og</strong> þar<br />

af fékk einn einstaklingur heimsendan mat (Hrönn Arnheiður Björnsdóttir vefpóstur, 17. apríl<br />

2013). Samkvæmt lögum um félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga nr. 40/1991 kemur fram að<br />

sveitarfélögum ber skylda til að setja reglur um félagslega heima<strong>þjónustu</strong>. Ekki eru slíkar<br />

reglur fyrirliggjandi hjá Eyjafjarðarsveit <strong>og</strong> er vísað í reglur Akureyrarbæjar. Í verklagsreglum<br />

um þrif á heimilum, heima<strong>þjónustu</strong> A hjá Akureyrarbæ, eru almennar leiðbeiningar um þá<br />

<strong>þjónustu</strong> sem innt er af hendi af starfsmönnum heima<strong>þjónustu</strong>. Þar segir m.a. að þjónusta sé<br />

veitt eftir því hvaða <strong>þjónustu</strong> einstaklingar hafa fengið samþykkta þ.e. aðstoð við það sem

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!