28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

27<br />

Undirbúningsvinna<br />

Áður en rannsókn þessi hófst voru tekin forviðtöl til æfingar fyrir rannsóknina.<br />

Viðtölin voru tekin í október <strong>og</strong> nóvember árið 2012 en voru þá unnin í tengslum við verkefni<br />

þar sem könnuð var tómstundaiðja eldri borgara í Eyjafjarðarsveit. Þátttakendum var skipt í<br />

þrjá hópa til að skoða mismunandi sjónarhorn <strong>og</strong> var viðtalsramminn aðlagaður eftir því<br />

hvaða hópi viðmælendur tilheyrðu. Hóparnir voru: a) Aldraðir íbúar í Eyjafjarðarsveit (67 ára<br />

<strong>og</strong> eldri), b) Íbúar í Eyjafjarðarsveit á aldrinum 60-67 ára <strong>og</strong> c) Aðstandendur aldraðra íbúa<br />

Eyjafjarðarsveitar. Með þessum viðtölum fengu rannsakendur innsýn inn í komandi<br />

rannsóknarefni auk þess sem viðtölin gáfu tækifæri til þess að byggja upp spurningalista<br />

rannsóknarinnar út frá þeim atriðum <strong>og</strong> áherslum sem viðmælendur nefndu.<br />

Spurningalisti<br />

Spurningakannanir eru lagðar fyrir í nánast öllum greinum sem fjalla um manninn á<br />

einn eða annan hátt. Á síðustu árum hefur notkun spurningakannana í heilbrigðisvísindum<br />

aukist verulega. Samkvæmt innlendum <strong>og</strong> erlendum rannsóknum eru sterk tengsl á milli þess<br />

sem fólk segist gera <strong>og</strong> þess sem það gerir. Einn helsti styrkur slíkra kannana er að safna má<br />

fjölbreyttum gögnum á skömmum tíma (Þorlákur Karlsson, 2003). Við framkvæmd þessarar<br />

rannsóknar var listi útbúinn með hliðsjón af spurningum sem félagsmálanefnd<br />

Eyjafjarðarsveitar sendi beiðni um að fengjust svör við í rannsókninni. Við gerð<br />

spurningalistans var enn fremur notast við heimildir <strong>og</strong> fræðibækur með upplýsingum <strong>og</strong><br />

ráðleggingum varðandi orðalag, uppsetningu spurningalistans <strong>og</strong> upplýsingar úr<br />

undirbúningsvinnu hafðar til hliðsjónar. Spurningalistinn var sendur til leiðbeinanda<br />

rannsóknarinnar, aðferðafræðings <strong>og</strong> Félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar sem lásu hann yfir<br />

<strong>og</strong> komu með tillögur að úrbótum. Listinn var lagaður að athugasemdum í kjölfarið. Þá var<br />

spurningalistinn forprófaður þar sem notast var við hentugleikaúrtak. Fyrst hringdu<br />

rannsakendur hver í annan <strong>og</strong> þar á eftir hringdu rannsakendur í einstaklinga sem þeir þekktu

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!