28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

30<br />

rannsóknina, s.s. tilgang hennar <strong>og</strong> eðli spurningalistans (sjá fylgiskjal B). Fyrirlagnir tóku 8-<br />

38 mínútur, að meðaltali 17 mínútur. Rannsakendur verkefnisins hringdu í viðmælendur, rúm<br />

30 símtöl hver. Gögnum var safnað dagana 2.-10. mars 2013. Eyjafjarðarsveit greiddi<br />

útlagðan kostnað við rannsóknina, þ.e. prent- <strong>og</strong> sendingarkostnað á kynningarbréfi <strong>og</strong><br />

kostnað við símtöl.<br />

Greining gagna. Gagnagreining fór fram að lokinni gagnaöflun. Listi yfir þýðið var<br />

settur upp í Microsoft Office Excel (Excel) þar sem m.a. voru skráðar inn upplýsingar um<br />

lengd símtala. Notast var við tölfræðiforritið Statistical package for social Sciences (SPSS) <strong>og</strong><br />

tíðnitöflur fengnar fram sem sýndu tíðni <strong>og</strong> hlutfall svara auk þess sem krosstöflur voru nýttar<br />

til að sjá hvernig tvær breytur tengdust. Excel var einnig notað til að útbúa súlurit <strong>og</strong> töflur<br />

við framlögn <strong>og</strong> lýsingu niðurstaðna. Algengt er að öldruðum sé skipt upp í eftirfarandi<br />

aldursflokka þegar fjallað er um þá: a) 65-74 ára, b) 75-84 ára <strong>og</strong> c) 85 ára <strong>og</strong> eldri (Feldman,<br />

2008). Í upphafi skiptu rannsakendur úrtakinu eftir þessum sömu flokkum. Þegar<br />

gagnagreining hófst í SPSS kom í ljós að of mikill munur var á fjölda einstaklinga í hópunum<br />

<strong>og</strong> því erfitt að fá marktækar niðurstöður þar sem aðeins níu þátttakendur voru í elsta<br />

aldursflokknum. Í samráði við aðferðafræðing var svarendum skipt í jafnari hópa eða a) 67-71<br />

árs, alls 26 einstaklingar b) 72-78 ára, alls 22 einstaklingar <strong>og</strong> c) 79 ára <strong>og</strong> eldri, alls 24<br />

einstaklingar. Með skiptingunni var hægt að bera saman breytur eftir aldurshópum <strong>og</strong> fá<br />

þannig skýrara yfirlit um viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir íbúanna. Til að kanna tengsl breyta var notað<br />

kí-kvaðrat próf. Með kí-kvaðrat prófi er hægt að meta hvort tengsl breyta séu marktæk <strong>og</strong><br />

sýnir útkoman hvort alhæfa megi niðurstöður úrtaksins yfir á þýðið miðað við þau<br />

marktektarmörk sem rannsakandi setur (Field, 2009). Í þessari rannsókn var miðað við 95%<br />

marktektarmörk eða p < 0,05.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!