28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

23<br />

heimilismenn geta ekki gert sjálfir. Heimilisþrifin markast hins vegar af því að aðstoð er veitt<br />

við heimilisþrif á þeim herbergjum sem eru í daglegri notkun <strong>og</strong> er þjónustan veitt aðra hvora<br />

viku. Með almennum heimilisþrifum er átt við gólfþvott, þrif á baðherbergi, þrif á eldhúsi s.s.<br />

eldhúsinnrétting að utan, ísskáp <strong>og</strong> ofn en uppvask telst ekki hér inn í. Þurrkað er af á þeim<br />

stöðum sem viðkomandi getur ekki séð um sjálfur. Aðstoð við rúmfataskipti, uppsetningu á<br />

gluggatjöldum <strong>og</strong> að setja í þvottavél er veitt eftir þörfum. Heimilisþrif þessi innihalda ekki<br />

stórhreingerningu s.s. gluggaþvott <strong>og</strong> hreingerningu á innanverðum skápum eða þrif á<br />

rimlagluggatjöldum. Ekki er ætlast til að starfsmenn lyfti eða færi þunga hluti á borð við<br />

eldavélar. Þá fellur það ekki undir starfssvið starfsmanns í heima<strong>þjónustu</strong> að þrífa bifreiðar,<br />

garðskála eða sinna garðyrkjustörfum <strong>og</strong> öðrum störfum utanhúss (Akureyrarkaupstaður,<br />

e.d.c).<br />

Eyjafjarðarsveit <strong>og</strong> Akureyrarbær hafa gert með sér samkomulag um að<br />

Eyjafjarðarsveit eigi heimild fyrir einu dagdvalarrými (hét áður dagvistarrými) fyrir aldraða<br />

sem Akureyrarbær annast rekstur á. Sveitarfélögin hafa fengið leyfi fyrir samkomulaginu hjá<br />

heilbrigðisráðuneytinu. Ef þurfa þykir <strong>og</strong> aðstæður leyfa er möguleiki á fleiri rýmum<br />

(Skjalasafn Eyjafjarðarsveitar, 2008). Þá hafa sveitarfélögin tvö einnig gert með sér samning<br />

um ráðgjafar<strong>þjónustu</strong> þess efnis að einstaklingar <strong>og</strong> stofnanir í Eyjafjarðarsveit fái samskonar<br />

ráðgjafar<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> stofnanir <strong>og</strong> íbúar á Akureyri. Starfsmenn búsetudeildar annast verkefni<br />

fyrir félags<strong>þjónustu</strong> Eyjafjarðarsveitar s.s. að annast mat á þörf fyrir félagslega heima<strong>þjónustu</strong><br />

<strong>og</strong> félagslega liðveislu (Skjalasafn Eyjafjarðarsveitar, 2012).<br />

Samantekt<br />

Aldraðir eru margbreytilegur hópur <strong>og</strong> mikilvægt er að taka tillit til viðhorfa, óska <strong>og</strong><br />

þarfa þeirra. Til að skoða þennan hóp nánar er stuðst við kanadíska iðjulíkanið, valdeflingu <strong>og</strong><br />

öldrunarkenningar. Með aldrinum breytast oft hlutverk einstaklinga en þau geta verið ólík<br />

eftir því hvort fólk býr í dreif- eða þéttbýli. Færni einstaklinganna breytist einnig með

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!