28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

19<br />

aðgengi að félagsstarfi <strong>og</strong> tómstundaiðju en þar sem slík þjónusta bauðst var fólk virkara í<br />

tómstundaiðju <strong>og</strong> félagsskap (White o.fl., 2010).<br />

Í Eyjafjarðarsveit gengur skólabíll um sveitina á morgnanna. Hann er opinn öllum <strong>og</strong><br />

enginn aðgangseyrir þó skólabörn nýti sér það mest. Fyrir u.þ.b. áratug var tvívegis reynt að<br />

halda uppi almenningssamgöngum sem fóru hring um sveitina. Þeim tilraunum var þó hætt<br />

vegna lítillar sem engrar nýtingar. Óskað hefur verið eftir viðræðum um strætóferðir í<br />

sveitarfélaginu (Jónas Vigfússon vefpóstur, 26. mars 2013). Samkvæmt þeim heimildum sem<br />

höfundar hafa komist yfir er ferliþjónusta ekki í boði í sveitarfélaginu.<br />

Búsetuúrræði aldraðra<br />

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr.125/1999 eiga aldraðir rétt á nauðsynlegri<br />

heilbrigðis- <strong>og</strong> félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> að geta búið við eðlilegt heimilislíf eins lengi <strong>og</strong> þeim er<br />

unnt. Öldruðum skal einnig tryggð stofnanaþjónusta þurfi þeir á henni að halda en<br />

heimaþjónusta á að vera í boði fyrir þá sem enn búa á heimili sínu. Einstaklingum sem ekki<br />

eru færir um heimilishald þrátt fyrir heima<strong>þjónustu</strong> skal standa til boða dvalarheimili, sambýli<br />

eða íbúðir sem sérhannaðar eru fyrir aldraða. Fyrir þá sem eru of lasburða fyrir dvalarheimili<br />

eiga hjúkrunarheimili eða hjúkrunarrými á öldrunarstofnun að vera í boði. Þar skal vera veitt<br />

endurhæfing auk læknis- <strong>og</strong> hjúkrunar<strong>þjónustu</strong>. Mikilvægt er að þjónustan sé<br />

skjólstæðingsmiðuð <strong>og</strong> fari eftir þörfum hins aldraða. Þessi úrræði skulu þó ekki nýtt fyrr en<br />

fullreynt er að einstaklingur geti ekki búið í heimahúsi. Samkvæmt lögum eiga aldraðir einnig<br />

rétt á <strong>þjónustu</strong>íbúðum sem geta verið leigu-, sjálfseignar- <strong>og</strong> búseturéttaríbúðir. Þar á að vera<br />

fjölbreytt þjónusta í boði s.s. aðstoð við þrif, mataraðstoð <strong>og</strong> aðgangur að félagsstarfi.<br />

Í rannsókn Sigurveigar H. Sigurðardóttur (2006) var fjallað um viðhorf <strong>og</strong> vilja<br />

aldraðra sem búa í heimahúsum Í Reykjavík. Þátttakendur voru á aldrinum 60-99 ára, 20<br />

karlar <strong>og</strong> 26 konur <strong>og</strong> var gagna aflað með sjö rýnihópum. Rætt var m.a. um heimahjúkrun <strong>og</strong><br />

<strong>þjónustu</strong>íbúðir fyrir aldraða í hópunum. Þar kom fram að þátttakendum þóttu íbúðirnar henta

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!