28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

44<br />

KAFLI V<br />

UMRÆÐUR<br />

Í þessari rannsókn var leitast við að varpa ljósi á viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra íbúa í<br />

Eyjafjarðarsveit fyrir <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði í sveitarfélaginu. Í kaflanum eru helstu<br />

niðurstöðum rannsóknarinnar gerð skil, túlkaðar <strong>og</strong> þær bornar saman við áðurnefnd<br />

fræðaskrif <strong>og</strong> hugmyndafræðina sem stýrir rannsókninni. Fjallað er um efnið í sömu röð <strong>og</strong><br />

það kemur fyrir í niðurstöðukaflanum. Í lokin er komið inn á hugmyndir að frekari<br />

rannsóknum í tengslum við viðfangsefnið, helstu takmarkanir rannsóknarinnar <strong>og</strong> hagnýtt<br />

gildi hennar fyrir iðjuþjálfun.<br />

Eins <strong>og</strong> áður hefur verið nefnt var tilgangur þessarar rannsóknar að fá sýn á viðhorf,<br />

óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra til að þróa <strong>þjónustu</strong> sveitarfélagsins við þennan aldurshóp. Þessi<br />

starfsaðferð er í anda hugmyndafræði valdeflingar en þar er lagt upp úr því að gefa notendum<br />

færi á að finna leiðir til að bæta eigin stöðu (Farley o.fl., 2009). Með valdeflingu hafa<br />

notendur aukið vald við skipulagningu <strong>þjónustu</strong>, umönnun <strong>og</strong> meðferð <strong>og</strong> geta þannig lagt sitt<br />

af mörkum til <strong>þjónustu</strong>nnar sem ákvarðast af persónulegri upplifun notenda. Slík þjónusta<br />

getur tryggt betri skilvirkni svo starfsemin verði áhrifameiri <strong>og</strong> hæfi notendum betur (WHO,<br />

2008).<br />

Tómstundaiðja<br />

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að flestir þátttakendur stunduðu<br />

tómstundaiðju nær daglega <strong>og</strong> voru vinsælustu viðfangsefnin handavinna <strong>og</strong> lestur.<br />

Samkvæmt Olson <strong>og</strong> O'herron (2004) eru þeir sem stundað hafa tómstundaiðju í gegnum lífið<br />

í minni áhættu á að einangrast eftir að launaðri vinnu hefur verið hætt. Mikilvægt er því að vel<br />

sé hugað að tómstundastarfi aldraðra <strong>og</strong> séð til þess að sá aldurshópur geti stundað þá iðju<br />

sem hann óskar eftir.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!