28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

17<br />

Annað hvert ár halda félagsmenn handverkssýningu á verkum sínum. Á sumrin þegar<br />

Félagsborg er lokuð eru farnar gönguferðir eitt kvöld í viku. Yfir vetrartímann er haldið<br />

námskeið í sundleikfimi, alls 10 skipti. Farnar eru ýmsar ferðir á vegum félagsins, dagsferðir á<br />

veturna en einnig eru farnar lengri ferðir á sumrin. Félag aldraðra í Eyjafirði skipuleggur<br />

starfsemina en í Félagsborg starfa tveir starfsmenn sem eru á launum hjá sveitarfélaginu.<br />

Einnig hefur sveitarfélagið staðið straum af launakostnaði varðandi leikfimi, sundleikfimi <strong>og</strong><br />

ýmis námskeið (Hildur Gísladóttir munnleg heimild, 18. apríl 2013).<br />

Ferðamátar aldraðra<br />

Ferliþjónusta er ferðaþjónusta fyrir einstaklinga sem vegna skertrar færni sem rekja<br />

má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur eða komast ekki<br />

á milli staða á annan hátt. Þjónustan gerir einstaklingum fært að stunda vinnu, sækja<br />

heilbrigðis<strong>þjónustu</strong>, þjálfun, hæfingu hvers konar <strong>og</strong> tómstundaiðju (Lög um málefni fatlaðs<br />

fólks nr.59/1992; Akureyrarkaupstaður, e.d.a).<br />

Erlendis hafa margar rannsóknir verið gerðar um ferðamáta eldra fólks en lítið hefur<br />

verið skrifað um efnið á Íslandi. Samkvæmt rannsókn Davey (2007) sem gerð var á Nýja<br />

Sjálandi hefur aðgangur að góðum ferðamátum s.s. einkabíl <strong>og</strong> reglulegum<br />

almenningssamgöngum mikil áhrif á þátttöku aldraðra í samfélaginu. Tekin voru hálfbundin<br />

viðtöl við 28 hjón <strong>og</strong> 43 einstaklinga sem ýmist bjuggu í þéttbýli eða dreifbýli. Meðalaldur<br />

viðmælanda var 83 ár. Virkustu þátttakendur rannsóknarinnar voru þeir sem höfðu möguleika<br />

á að aka sjálfir, ganga á milli staða eða nýta sér almenningssamgöngur. Þeir sem ekki gátu<br />

nýtt sér þá möguleika þurftu að treysta á að fá far með öðrum, nota leigubíl eða ferli<strong>þjónustu</strong>.<br />

Ferliþjónustan var fólki mjög mikilvæg en algengara var að konur nýttu sér <strong>þjónustu</strong>na en<br />

karlar. Mikilvægt þótti að efla eldri borgara til að nýta sér ferli<strong>þjónustu</strong>na <strong>og</strong> aðlaga<br />

umhverfið að þörfum þeirra. Slík aðlögun hvatti eldra fólk til þátttöku í samfélaginu <strong>og</strong> var<br />

því mikilvægur þáttur í farsælli öldrun. Niðurstöður sýndu einnig að áður en aðgerðir í

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!