28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

31<br />

Siðfræðilegir þættir<br />

Siðfræðilegar skyldur fylgja því að gera rannsókn <strong>og</strong> liggja fjórar höfuðreglur til<br />

grundvallar í siðfræði heilbrigðisgreina: Sjálfræðisreglan, skaðleysisreglan, velgjörðarreglan<br />

<strong>og</strong> réttlætisreglan. Með reglunum á að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu eða skaða þátttakenda<br />

<strong>og</strong> gæta þess að þeim sé ekki mismunað. Sjálfræðisreglan kveður á um að einstaklingurinn<br />

þurfi að vera upplýstur um markmið rannsóknarinnar <strong>og</strong> er því krafa um upplýst <strong>og</strong> óþvingað<br />

samþykki. Mikilvægt er að þátttakandinn viti tilgang rannsóknarinnar <strong>og</strong> hvað felist í<br />

þátttökunni. Skaðleysisreglan kemur inn á að þátttaka megi ekki fela í sér ónauðsynlega<br />

áhættu fyrir þátttakendur <strong>og</strong> heilbrigðisstarfsfólk skuli forðast að valda skaða við rannsóknir.<br />

Velgjörðarreglan tryggir að aðeins séu framkvæmdar rannsóknir sem hafa sennilegan hagnað<br />

fyrir mannkynið <strong>og</strong> að valdar séu leiðir sem færa minnstar fórnir. Markmið með<br />

réttlætisreglunni er að allir fái það sem þeir eiga skilið <strong>og</strong> ávinningur rannsóknarinnar skili sér<br />

áfram. Mikilvægt er að rannsakendur sýni þátttakendum virðingu, gæti trúnaðar <strong>og</strong> séu<br />

heiðarlegir (Sigurður Kristinsson, 2003).<br />

Tekið var mið af þessum reglum við gerð rannsóknarinnar. Áður en gagnasöfnun<br />

hófst var öllum fyrirhuguðum þátttakendum sent kynningarbréf eins <strong>og</strong> áður hefur verið nefnt<br />

um efni spurningalistans <strong>og</strong> með því var þátttakendum gefið ráðrúm til að ákveða hvort þeir<br />

vildu taka þátt. Í upphafi allra símtala var fengið samþykki þátttakenda. Vinnsla<br />

persónuupplýsinga er tilkynningarskyld (Persónuvernd, e.d.) <strong>og</strong> var rannsóknin tilkynnt til<br />

Persónuverndar (sjá fylgiskjal C).<br />

Gera þarf persónuupplýsingar órekjanlegar <strong>og</strong> eyða frumgögnum að rannsókn<br />

lokinni (Persónuvernd, e.d.). Þessum reglum verður fylgt í gegnum rannsóknina. Þar sem<br />

viðfangsefni rannsóknarinnar beinast ekki beint að heilsu þátttakenda var ekki þörf á að sækja<br />

um leyfi til Vísindasiðanefndar (Lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði, nr. 139/1998).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!