26.09.2015 Views

Forn skriðuföll á Vestfjörðum

NI-01029 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NI-01029 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Steinninn flaug rétt hj<strong>á</strong> mér og ég fann þyt af honum, en hann snerti mig ekki”. Þegar<br />

moldrykið var horfið, var ófögur sjón að líta yfir Stórurð. Þar var mikið af aur um allt,<br />

og innanum svartfugl, sem drepist hafði. Við höfðum verið í miðju hruninu. Það fór í<br />

kringum okkur og fram í sjó. En það furðulega hafði skeð að hvorugan okkar sakaði<br />

ekki það minnsta. Pabbi og þeir, sem með honum voru uppi í Bjarginu s<strong>á</strong>u, þegar<br />

hrunið kom og þeim datt ekki annað í hug en við værum liðið lík í urðinni. …En<br />

þessum ósköpum var ekki ennþ<strong>á</strong> lokið. Um nóttina klukkan fögur kom annað hrun<br />

miklu stærra, úr sama stað og það fyrra. Svo miklar voru hamfarirnar, að bjargið<br />

virtist vera að titra við, og var sem allt léki <strong>á</strong> reiðiskj<strong>á</strong>lfi þarna í grenndinni. …Eftir<br />

þessi ósköp var urðin hvítflekkótt af fugli, sem drepist hafði. Um morguninn komu<br />

þeir sem uppi í Bjarginu höfðu verið í Stórurð, en erfiðlega gekk að komast niður, því<br />

svo mikill aur hafði runnið <strong>á</strong> leið þeirra fr<strong>á</strong> hruninu, að það var eins og yfir svaðhlaup<br />

að fara. (Magnús Gestsson, L<strong>á</strong>trabjarg, 1971).<br />

– L<strong>á</strong>trabjarg: …Fyrir innan Sléttanef er Hrunið. Niður <strong>á</strong> Hruninu er stallur<br />

Hrunhella, sem kölluð var. En hún er nú mikið eyðilögð, því þarna hrundi úr Bjarginu,<br />

svo að það sést lítið fyrir henni eins og er. (Magnús Gestsson, L<strong>á</strong>trabjarg, 1971).<br />

– L<strong>á</strong>trabjarg: (Bjarni Jónsson var bóndi <strong>á</strong> Hvall<strong>á</strong>trum, um miðja 18 öld) …Bjarni<br />

kom ofan í urð og fékk þegar bana. Það sagt að litlu síðar félli skriða ofan <strong>á</strong> lík Bjarna<br />

í urðinni. Heitir þar síðar Bjarnabæli. Síðar hugðust menn sækja lík Bjarna <strong>á</strong> skipi og<br />

færa til kirkju. En jafnskjótt og mennirnir leituðu líksins í urðinni, var að þeim grjót<br />

kastað í æsingi mestu, svo fr<strong>á</strong> urðu þeir að hverfa, og þótti þeim fótur sinn fegurstur,<br />

að komast til baka meiðslalitlir við svo búið. Sagt er að oft væri þess freistast að sækja<br />

líkið, en alltaf fór <strong>á</strong> sömu leið. (Magnús Gestsson, L<strong>á</strong>trabjarg, 1971).<br />

– L<strong>á</strong>trabjarg: …Árið 1887 voru Rauðsendingar að fuglaveiðum í Bæjarbjargi.Var<br />

Magnús Sveinsson ungur maður, sonur Sveins Magnússonar bónda <strong>á</strong> Lambavatni, við<br />

snörun niðri í Hvanngj<strong>á</strong>. Hafði hann nýleyst af sér vaðinn, er stallurinn hrundi, sem<br />

hann stóð <strong>á</strong>. Hrapaði hann í sjó niður. Var hans leitað mikið en fannst ekki. (Magnús<br />

Gestsson, L<strong>á</strong>trabjarg, 1971).<br />

– L<strong>á</strong>trabjarg: …og um aldamótin 1200 er svo komið, að illvættur einn hefur tekið<br />

sér bólstað í L<strong>á</strong>trabjargi, og fellir grjót <strong>á</strong> þ<strong>á</strong>, sem í Bjargið síga og sker <strong>á</strong> vaði þeirra,<br />

svo að mannskaðar verða. (Magnús Gestsson, L<strong>á</strong>trabjarg, 1971).<br />

– L<strong>á</strong>trabjarg: ...Árið 1918 var verið að síga úr aðsetu í Djúpadalslækjum. Steinn<br />

losnaði undan vaðnum í drætti og féll <strong>á</strong> sigarann Albert Engilbertsson fr<strong>á</strong> Hænuvík,<br />

og varð það hans bani (Ársrit Útivistar, 1990).<br />

L<strong>á</strong>travík, Breiðavík, Kollsvík<br />

– L<strong>á</strong>travík, Breiðavík, Kollsvík (alm.): …(breytingar <strong>á</strong> landslagi): ekki vita menn<br />

aðra umbreyting <strong>á</strong> landslagi, fr<strong>á</strong> landn<strong>á</strong>mstíð, en skóganna aftöku, stórskriður, sem<br />

hafa aftekið bæi og sandfok (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins –<br />

Sauðlauksdals–, Breiðavíkur–, og Saurbæjarsókn, 1852).<br />

– Kollsvík: ...Skriðuhætt mjög, og grjótfall sífellt <strong>á</strong> vetur. (Jarðabók Árna<br />

Magnússonar og P<strong>á</strong>ls Vídalíns, Rauðasandshreppur 1703).<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!