26.09.2015 Views

Forn skriðuföll á Vestfjörðum

NI-01029 - Náttúrufræðistofnun Íslands

NI-01029 - Náttúrufræðistofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ísafjörður<br />

– Arnarstapahlíð: …Vestan fjarðarins heitir Arnarstapahlíð. …Arnarstapahlíð er<br />

nú mjög eydd af skriðum, en var <strong>á</strong>ður grösug mjög. (Arngr. Fr. Bjarnason, Vestfirskar<br />

sagnir III, 1946).<br />

– Gervidalur: …(1666) Á þessu <strong>á</strong>ri kom upp ein hafreyður undan ís í Gervidal í<br />

Ísafirði. Item féll þar ein mikil skriða, og tók stóran part af túninu (Vatnsfjarðarann<strong>á</strong>ll<br />

yngsti). …(1666) Á þessu <strong>á</strong>ri kom upp hafreyður úr ís í Gervidal, en sama <strong>á</strong>r þar<br />

fyrir féll þar mikil skriða og tók stóran part af túninu (Eyrarann<strong>á</strong>ll).<br />

– Gervidalur: …Túninu granda skriður og snjóflóð í vatnagangi <strong>á</strong> vetur og hefur<br />

þessi skriða mikinn part túnsins eyðilagt, er og bænum ekki óhætt fyrir þessum<br />

voveiflegum skaða, þó hingað til hafi ekki stór skaði að orðið. (Jarðabók Árna<br />

Magnússonar og P<strong>á</strong>ls Vídalíns, Langadalsströnd 1710).<br />

Langidalur<br />

– Langidalur: …Enginu grandar skriður af sm<strong>á</strong>lækjum úr brattlendi með grjóts og<br />

sands <strong>á</strong>burði til stórskaða. (Jarðabók Árna Magnússonar og P<strong>á</strong>ls Vídalíns,<br />

Langadalsströnd 1710).<br />

– Skeggjastaðir: ...hér um fyrir hundrað <strong>á</strong>rum (1610) er það sannsagt að hér hafi tún<br />

verið og heyjum saman komið um sumur, og hafi bóndinn hér heima l<strong>á</strong>tið gefa þar<br />

heyin <strong>á</strong> veturnar, svo túnið héldist við ræktina. Ekki m<strong>á</strong> hér aftur byggja því túnið er<br />

allt komið í hola urð fyrir grjótburði þeim, sem eitt þvergil hefur borið <strong>á</strong> það úr<br />

snarbröttu fjalli. (Jarðabók Árna Magnússonar og P<strong>á</strong>ls Vídalíns, Langadalsströnd<br />

1710).<br />

– Skeggjastaðir: …Skeggjastaðir fóru í eyði 1707, eyddist af skriðuhlaupum<br />

(Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777).<br />

– Skeggjastaðir: …Fyrir framan Flóðin var býlið Skeggjastaðir, sem nú er löngu<br />

farið í auðn. Fyrir framan og ofan Skeggjastaði hét Skeggjastaðahlíð. Bærinn<br />

Skeggjastaðir lagðist af með þeim hætti, að gil, sem rann rétt hj<strong>á</strong> bænum, stíflaðist af<br />

snjó, uppi <strong>á</strong> fjallinu. Stífluna braut lækurinn af sér með því að brjóta nýtt skarð í<br />

hjallann ofan við Skeggjastaði, og braut sér þar nýjan farveg. Bar lækurinn svo<br />

mikinn aur og grjót yfir túni <strong>á</strong> Skeggjastöðum, að það m<strong>á</strong>tti heita í auðn. Einnig mun<br />

nokkuð af bæjarhúsunum þar hafa tekið af í þessum umbrotum (Arngr. Fr. Bjarnason,<br />

Vestfirskar sagnir III, 1946).<br />

Langadalsströnd<br />

– Melgraseyri: …Engjar öngvar nema <strong>á</strong> Hraundal, sem er óbærilega erfitt til að<br />

sækja, svo ekki verður farið nema til og fr<strong>á</strong> <strong>á</strong> sama degi. Spillast og þessar fjallslægjur<br />

af sm<strong>á</strong>skriðum og snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og P<strong>á</strong>ls Vídalíns,<br />

Langadalsströnd 1710).<br />

69

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!