13.07.2015 Views

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Slit verslunardeildar V.Í. 2003Kennarar, nemendur og aðrir góðir gestir!Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar hátíðarstundar þegar verslunardeildVerzlunarskóla Íslands verður slitið að loknu 98. starfsári sínu. Sérstaklega býð ég velkomna þánemendur sem nú ljúka verslunarprófi og eru hingað komnir til þess að taka við sigurlaunumsínum að lokinni langri og strangri baráttu. Áður en til þess kemur munum við þó að venju gerastuttlega grein fyrir niðurstöðu prófa í 3. og 4. bekk auk þess sem við munum sýna dúxum þriðjabekkjar tilhlýðilegan sóma.3. bekkur:Í þriðja bekk gengu 296 nemendur til prófs. 255 nemendur hafa lokið prófi með fullnægjandiárangri, 14 féllu en 27 eiga prófum ólokið eða þurfa að endurtaka próf. Þetta er góð niðurstaðaþannig að búast má við fjölgun í 4. bekk næsta vetur enda höfðu 308 nemendur verið teknir innum vorið sem er mesti fjöldi innritaðra nemenda í sögu skólans. I. ágætiseinkunn fengu 14nemendur þriðja bekkjar að þessu sinni. Þetta er fjölmennur afreksmannahópur en slær þó ekkiút afrek ykkar núverandi 4. bekkinga því í fyrra fengu 20 I. ágætiseinkunn. Það er við hæfi aðlesa upp nöfn þeirra þriðjubekkinga, sem á lista þessum eru, og gefa þeim gott klapp ef þeir eruhér. I. ágætiseinkunn fengu þau:Sigurbjörg Ólafsdóttir 9,60 3-BBenedikt Thorarensen 9,50 3-KHeiðrún Björk Gísladóttir 9,40 3-KAðalheiður Ósk Guðlaugsdóttir 9,40 3-DHildur Björnsdóttir 9,40 3-KKristján Hauksson 9,30 3-BLilja Bjarnadóttir 9,30 3-DSunna Dóra Einarsdóttir 9,30 3-DSaadia Auður Dhour 9,10 3-KGuðríður Lilla Sigurðardóttir 9,10 3-DSigrún Erla Svansdóttir 9,00 3-DSigrún Lína Sigurðardóttir 9,00 3-KDiljá Mist Einarsdóttir 9,00 3-FBirgir Ásgeirsson 9,00 3-KÉg bið dúx þriðja bekkjar, Sigurbjörgu Ólafsdóttur, að koma hingað upp og taka á mótiverðlaunum skólans fyrir afrek sitt.4. bekkur:Alls gengu 259 nemendur undir verslunarpróf og þar af einn utanskóla. 219 hafa nú lokiðprófum með fullnægjandi árangri og verða færðir upp í 5. bekk. Það er þremur nemendum fleiraen á sama tíma í fyrra. 25 nemendur eiga eftir að ljúka prófum eða þurfa að endurtaka próf en 15hafa fallið. Samkvæmt þessu má búast við svipuðum fjölda í 5. bekk næsta vetur eins og veriðhefur ef flestir þeirra sem enn eiga þess kost að endurtaka próf sín gera svo og ná upp um bekk.Ágætu fjórðubekkingar!Mig langar að þakka ykkur fyrir síðast sem var á skemmtilegum og fallegum peysufatadegi! Fráþví þá hafa mörg próf verið þreytt, mörg bókin lesin og ef til vill ýmsar áhyggjur að steðjað. Égvona að uppskeran nú sé í samræmi við vonir ykkar og væntingar, en hvort svo er kemur í ljós106

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!