13.07.2015 Views

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

sagnfræði og fornleifafræði, upphaf mannsins og landbúnaðarbyltinguna, frjósama hálfmánannog þær menningarþjóðir sem skutu þar rótum, hinar ýmsu fornþjóðir fyrir botni Miðjarðarhafs,Indland og Kína, Grikkland til forna, saga Rómverja. Landnám Íslands. Kristniboð,kristnitaka og upphaf kristinnar kirkju á Íslandi. Þjóðflutningar Germana, ríki Karlunga,Arabar og íslam. Upphaf ritaldar. Kirkjan og vald páfa, krossferðir, samfélag og efnahagur.Kirkjuvaldsstefna. Stéttir, hópar og staða þeirra á miðöldum. Átök Sturlungaaldar, Íslendingarverða þegnar Noregskonungs og umhverfi bókmenntaafreka Íslendinga. Ný stjórnskipanog staðamál síðari. Sjávarafurðir verða aðalútflutningsgrein Íslendinga. Plágan miklaog siglingar Englendinga til landsins á 15. öld. Myndun ríkja, lok miðalda og upphaf nýaldar.Siðbreyting og trúarbragðastyrjaldir, landafundir og ný heimsmynd, efnahagur og samfélag,einveldi og stjórnmálaþróun í Evrópu. Siðaskiptin á Íslandi. Einokunarverslunin og einveldikonungs 1662. Mannfjöldi og stéttaskipting á 18. öld.Kennslugögn: Árni Hermannsson, o.fl.: Íslands- og mannkynssaga NB I. Reykjavík 2000.5. bekkur, alþjóða-, mála-, hagfræði- og viðskiptadeild:Námslýsing: Farið er yfir helstu þætti í sögu mannkyns frá árdögum fram til um 1600.Fornöld: Almennt um sögu, sagnfræði og fornleifafræði, upphaf mannsins og landbúnaðarbyltingin,frjósami hálfmáninn og þær menningarþjóðir sem skutu þar rótum, hinar ýmsufornþjóðir fyrir botni Miðjarðarhafs, Indland og Kína, Grikkland til forna, saga Rómverja.Miðaldir: Þjóðflutningar Germana, ríki Karlunga, Arabar og íslam, kirkjan og vald páfa,krossferðir, samfélag og efnahagur, myndun ríkja, lok miðalda og upphaf nýaldar. Nýöld:Siðbreyting og trúarbragðastyrjaldir, landafundir og ný heimsmynd, efnahagur og samfélag.Kennslugögn: Bekker-Nielsen, T. og Nielsen, N.K.: Mannkynssaga 1A. Fornöld og miðaldir,Rv. 1994. Guðmundur J. Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson, Þættir úr sögu vestrænnarmenningar. Nýöldin 1492-1848. Reykjavík 1996.5. bekkur, stærðfræðideild:Námslýsing: Tekinn er upp þráðurinn frá námsefni 4. bekkjar. Sögusviðið er mannkynssagafrá miðri 17. öld til okkar daga. Lögð er megináhersla á það annars vegar að skýra atburðarássögunnar frá 17. öld fram að 1900 og draga fram þau atriði og atburði, sem varpa ljósi áþróun mála á 20. öld. Þróun þingræðis á Englandi á 18. öld. Íslenskt samfélag á 18. og 19.öld. Þróun innan nýlendna Breta í Norður-Ameríku og frelsisstríð Bandaríkjanna og sú stjórnskipansem þeir stóðu að og áhrif hennar á önnur vestræn ríki. Franska stjórnarbyltingin;aðdragandi hennar, atburðarás og áhrif á sögu 19. og 20. aldar. Napóleonstíminn í Evrópu ogáhrif hans á Evrópu 19. aldar. Stjórnmálahugmyndir 19. aldar og þróun þeirra fram á 20. öld.Sameining Ítalíu og Þýskalands á 19. öld og áhrif þess. Afnám Alþingis og sameiningbiskupsstóla. Upphaf sjálfstæðisbaráttu. Endurreisn Alþingis 1845. Þjóðfundurinn 1851.Stöðulög 1871. Stjórnarskrá fyrir Ísland 1874. Stjórn Íslands 1874-1904. Nýlendukapphlaupiðmikla og áhrif þess á samfélag Evrópumanna og samfélag Afríku og Asíu. Fyrriheimsstyrjöldin: orsakir og ferill en einkum áhrif hennar á þróun í Evrópu og umheiminum ámillistríðsárunum. Lok sjálfstæðisbaráttunnar og endalok flokkakerfis hennar á Íslandi. SagaRússlands og Sovétríkjanna frá 19. öld og fram að seinni heimsstyrjöld. Saga Bandaríkjannafrá 1800 fram til 1939. Kreppan mikla og áhrif hennar í Bandaríkjunum og um allan heim.Fasisminn og nasisminn. Seinni heimsstyrjöldin: orsakir og aðdragandi og ferill. Ísland ísíðari heimsstyrjöld. Stríðslok og upphaf og orsakir kalda stríðsins og saga kalda stríðsins.Múslímaheimurinn í nútíð og fortíð; einkenni trúarinnar, útbreiðsla og samskipti múslímaheimsinsvið aðra, uppskipti Austurlanda nær á þessari öld og áhrif þessara skiptinga ánútímann.Kennslugögn: Árni Hermannsson, o.fl.: Íslands- og mannkynssaga NB I. Reykjavík 2000.Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir: Íslands- og mannkynssaga NB II. Frálokum 18. aldar til aldamóta 2000, Reykjavík 2001.29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!