13.07.2015 Views

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

þegar prófskírteini ykkar verða afhent. Því minnist ég á peysufatadaginn að mér finnst sem ekkimegi láta hjá líða að þakka ykkur fyrir einstaklega vel skipulagða og skemmtilega framkvæmdmála á þeim hátíðisdegi sem þið svo sannarlega gerðuð að menningarviðburði. Framkoma ykkarvakti slíka athygli að fjölmiðlar sáu ástæðu til að útvarpa því hve menningarleg framganga ykkarhafi verið. Skólastjóri hefur aldrei verið stoltari af nemendum sínum. Hafið þökk fyrir það.Skólastjóri hefur mikinn áhuga á að mega útskrifa ykkur öll sem stúdenta eftir tvö ár. Það megiðþið gjarnan vita og skila til þeirra félaga ykkar, sem ekki eru hér nú, ásamt hvatningarorðum umað slást aftur í hópinn að loknum endurtektarprófum í haust.Ágætu nemendur!Tveggja vetra námsefni er nú að baki og að minnsta kosti jafnlangur námstími. Hingað komuðþið ung og kappsfull með lífsfjör og sjálfstraust þess sem sigraði grunnskólann með glæsibrag.Hér hafið þið dvalið við nám, leik og vinnu, en nú sláum við striki undir þann feril og gerumhann upp. Hvað hefur unnist og hvað hefur tapast? Allt skal dregið fram og til haga haldið. Þaðer með lífshlaup ykkar líkt og rekstur fyrirtækja. Þar verður að byggja framtíð á fortíð og afþekkingu. Þið eruð að byggja ykkur sjálf upp og þess vegna er sjálfsþekking það sem þið öðrufremur þurfið á að halda. Þess vegna knýr skólinn ykkur áfram og leggur fyrir erfið próf. Ekki tilþess að koma ykkur undir mælistiku einkunna, heldur til þess að kenna ykkur að þekkja eigin aflog takmörk. Öll stjórnun byggist á því að greina á milli styrkleika og veikleika. Allt bæði mennog málefni og það sem mennirnir aðhafast á sér sterka og veika þætti sem greina þarf í millum.Þið, kæru nemendur, eruð nú á þeim aldri þegar ábyrgðin á eigin málum á að færast af öðrumyfir á ykkur sjálf. Þið sjálf verðið í vaxandi mæli að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á afleiðingum.Foreldrar og skóli munu á næstu árum draga sig í hlé. Það þýðir þó ekki að þið getið ekkilengi enn fengið aðstoð og leiðbeiningar og því síður þýðir það að hætt verði að gera kröfur tilykkar, þvert á móti er líklegt að þær aukist. Ákvarðanir eru lykilatriði í lífi sérhvers manns. Égbið ykkur því um að hugleiða með hvaða hætti ákvarðanir eru teknar og hverjar afleiðingarþeirra eru. En hvað viljið þið verða og hvernig getur Verzlunarskóli Íslands hjálpað ykkur?Skólinn getur hjálpað ykkur að öðlast það sem þið stefnið að og hefur leitast við að gera svo áliðnum árum. Hér hafa hæfileikar ykkar verið hvattir og slípaðir. Hér hefur þekking ykkar áumhverfi og eðli aukist dag frá degi. Hér hafið þið orðið fyrir margvíslegu áreiti, bæðiánægjulegu og óþægilegu. Hér hafa verið lögð fyrir ykkur próf og þrautir sem þið hafið öll glímtvið og stundum leyst en stundum ekki. Þannig hafið þið lært að þekkja takmörk ykkar, veikleikaog styrkleika. Þannig öðlist þið þá sjálfsþekkingu sem ykkur er nauðsynleg til þess að geta sagt„þetta geri ég” eða „þetta geri ég ekki”. Rétt ákvörðun á réttum tíma er leyndardómurinn á bakvið velgengni. Þið eruð nú á þeim aldri að þið getið enn breytt og mótað venjur ykkar. Að fáumárum liðnum munuð þið eiga erfitt með að taka upp nýja siði. Venjið ykkur þess vegna á að veravirk. Takið af alvöru og festu þátt í því sem gerist umhverfis ykkur. Ég varpaði áðan fram þeirrispurningu hvað hefði unnist og hvað tapast. Nú er rétt að gera reikningana upp og svaraspurningunni. Þið hafið öðlast meiri hæfni og þroska en þið höfðuð á sviði þekkingar,rökhugsunar og tjáningar. Jafnframt hefur ykkur orðið ljósar að þið hafið veikleika sem þörf erað bæta úr ef ykkur á að takast að komast í fremstu röð. Missið ekki sjónar á markmiðum ykkar.Þið eruð í framhaldsskóla til þess að komast í góðan háskóla. Þið völduð Verzlunarskólannvegna þess að gott próf þaðan tryggir góðan árangur í háskóla. Hvað er það sem mun skiptamestu máli þegar upp í háskóla er komið? Ég get sagt ykkur það. Það sem þar skiptir mestu málier að þið hafið vanið ykkur á að vera virk í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur hvort sem þaðer að hlusta á aðra eða tala sjálf og að geta setið einn með sjálfum sér við skrifborð og unnið. Sásem getur það getur lært að leysa öll verkefni og náð öllum prófum. Að svo mæltu bið égnemendur um að ganga fram og veita skírteinum sínum viðtöku.107

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!