13.07.2015 Views

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

vel. Þið þurfið sérstaklega að lesa af miklu kappi fyrstu þrjá mánuðina, þ.e. september, októberog nóvember. Þessir þrír mánuðir eru fljótir að líða og svo koma fyrstu prófin í desember.Það er fyrst þegar þið fáið einkunnir úr þeim prófum sem þið vitið hvar þið standið.Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans frá síðasta vetri, en þó minni en oft áður.Guðbjörg Tómasdóttir, dönskukennari, kemur nú aftur til starfa að loknu ársleyfi sínu, en íleyfi fer Sólveig Friðriksdóttir, tölvukennari og Björg Hilmarsdóttir hættir dönskukennslu.Nýir kennarar í tölvunotkun eru Brjánn Bjarnason, Gísli Björn Heimisson og GuðmundurKristjánsson. Tölvu- og forritunarkennslu hætta þeir Guðmundur B. Árnason, GuðmundurHauksson og Gunnar Sigurjónsson. Ingólfur Gíslason og Jón Skírnir Ágústsson láta afstörfum en í þeirra stað kemur Steinunn Þorsteinsdóttir til að kenna stærðfræði. RunólfurViðar Guðmundsson kennir ekki eðlisfræði í vetur en Guðrún Inga mun kenna hagfræði ogstjórnmálafræði. Þeir félagar Óli Njáll Ingólfsson og Hallur Jónsson, sem hafa þjálfað spurningaliðskólans síðustu ár, munu kenna sögu og Ragnar Hauksson mun kenna íslensku í vetur.Um leið og ég færi fráfarandi kennurum þakkir skólans fyrir sín miklu og góðu störf á liðnumárum býð ég nýliða velkomna til starfa og bið nemendur um að taka vel á móti þeim. Sumirþeirra eru raunar nýútskrifaðir héðan og ég bið nemendur um að taka á móti ungumkennurum með þeim hætti sem þeir vilja láta taka á móti sér þegar þeir koma á nýjanvinnustað og sýna þeim þá virðingu sem þeim ber.Líkt og síðastliðinn vetur verða eftirlitsmyndavélar í tölvustofum og á göngum. En þóttöryggi hafi aukist verulega við það þurfa nemendur að búa við þá óþægilegu og leiðinlegustaðreynd að hlutir sem skildir eru eftir umhirðulausir hverfa gjarnan. Skólinn bætir ekki tjónnemenda vegna þjófnaðar en þeir geta fengið læsta skápa til afnota. Nemendur eru beðnir umað láta ekki far-tölvur liggja á glámbekk og alls ekki geyma þær í skólanum yfir nótt. Einaörugga geymslan eru skáparnir og ættu allir sem eiga fartölvu eða aðra dýra hluti að fá sérskáp. Við munum læsa skólahúsinu kl. 4 og einungis hleypa fólki inn um eitt stigahús þarsem verður gæsla með svip-uðu sniði og nemendur kynntust í prófunum í vor. Ég bið nemendurum að muna að þessi gæsla er fyrir þá og hún kemur því aðeins að fullu gagni að nemendurstyrki gæslumann í starfi sínu með því að láta hann vita um alla umferð um húsið. Þvímiður virðist ekki hjá því komist að viðhafa slíka gæslu ef sporna á með einhverjum hætti viðþeirri þjófnaðaröldu sem nemendur hafa orðið að þola. Engar verulegar breytingar hafa orðiðá kennslubúnaði skólans frá því sem var sl. vetur. Þó hefur hugbúnaður verið færður upp ogtölvulagir innanhúss endurnýjaðar og má segja að afköst tölvukerfisins séu mjög góð semstendur. Verið er að vinna að endurbótum á upplýsingakerfi skólans og þá sérstaklega þvísem lýtur að samskiptum nemenda og skóla.Sem dæmi má nefna að kennurum gefst nú færi á að senda nemendum SMS tilkynningar umskiladag verkefna og einkunnir á prófum. Slíkar sendingar kosta peninga enn sem komið erog því er hagkvæmara að nota tölvupóst, sem einnig er hægt að gera, en SMS sendingar verðareyndar þó ekki væri nema okkur til skemmtunar nú í vetrarbyrjun.Það hefur verið stefna skólans að bjóða nemendum fjölbreytt og hagnýtt nám þar semáhersla er lögð á góðan undirbúning undir háskólanám í öllum fræðigreinum og deildum.Ég tel rétt að rifja upp og greina nýjum nemendum hér frá helstu atriðum í stefnu skólans semmiðar að því að styrkja samkeppnisstöðu hans og bæta námsaðstöðu nemenda.1. Ný námsbraut hefur verið stofnuð þar sem boðið er upp á nám á sviði hugbúnaðar- ogupplýsingatækni.2. Fjarkennslutækni og þráðlaus samskipti verða notuð til þess að styrkja nám nemenda ogtil þess að auka sveigjanleika í starfi skólans.3. Allir bekkir fá heimastofu.4. Stefnt er að því að bjóða nemendum að kaupa heitan mat í hádeginu.Framkvæmd þessarar stefnu krefst aukins húsnæðis. Hola sú sem blasir við undir vesturveggskólahússins er grunnur viðbyggingar sem nú er verið að reisa. Segja má að hönnun sé aðfullu lokið bæði á viðbyggingunni og stækkun bókasafnsins á 4. hæð. Verið er að steypabotnplötu viðbyggingar og auglýsa útboð sjálfs aðalverksins. Næsta haust fáum við 20 nýjarkennslustofur til afnota í viðbyggingunni og mun þá enginn bekkur þurfa að deila stofu sinni11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!