13.07.2015 Views

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2002 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Það sem gerist á fundum stjórnarinnar skal bókað í gerðabók.Stjórnin heldur fundi eftir þörfum. Hún skal halda sérstaka fundi þar sem rekstraráætlanir,fjárfestingaráætlanir, ársreikningar og önnur mál skólanna eru til afgreiðslu. Að öðru leytistarfa skólanefnd og háskólaráð að sérmálum skólanna.5. gr.Sjálfseignarstofnunin ábyrgist skuldbindingar Verzlunarskóla Íslands og Háskólans íReykjavík með eignum sínum. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands skal bera ábyrgð áframkvæmdastjórn stofnunarinnar.Stjórnin getur veitt framkvæmdastjóra og öðrum starfsmönnum prókúruumboð ef hentaþykir. Stjórninni er heimilt að skipa sérstakar nefndir til tímabundinna verkefna, s.s.byggingaframkvæmda, fjáröflunar, endurnýjunar tækjabúnaðar, þróunarverkefna eða annarssem krefst sérþekkingar, eða af öðrum ástæðum er talið rétt að fá sinnt af sérstökumstarfshópi.Rekstur, fjármálaumsýsla, áætlanagerð og bókhald Verzlunarskóla Íslands er í umsjón skólastjóra.Rekstur, fjármálaumsýsla, áætlanagerð og bókhald Háskólans í Reykjavík er í höndumrektors.Framkvæmdastjóri stofnunarinnar getur setið fundi skólanefndar og háskólaráðs með málfrelsiog tillögurétt sé þess óskað af hálfu stjórnar stofnunarinnar.Framkvæmdastjóri veitir stjórn stofnunarinnar nauðsynlega þjónustu vegna starfa stjórnarinnarog annast framkvæmd ákvarðana hennar eftir því sem hún felur honum.6. gr.Skólanefnd Verzlunarskóla Íslands markar stefnu skólans, ákveður námsframboð, inntökuskilyrðiog meginstarfstilhögun skólans. Jafnframt ákveður hún skólagjöld og greiðslutilhögunþeirra. Skólanefndin skal setja sér starfsreglur sem staðfestar skulu af stjórn stofnunarinnar.Skólanefnd skal hafa stöðugt eftirlit með rekstri skólans, bókhaldi og meðferð á fjármunumhans, þ.m.t. sjóðum þeim er skólanum tilheyra. Skólanefnd afgreiðir rekstrar- ogfjárfestingaráætlun fyrir skólann og ársreikning hans til endanlegrar afgreiðslu stjórnarsjálfseignarstofnunarinnar.Stjórn stofnunarinnar, eða skólanefnd í umboði hennar eftir erindisbréfi skv. 3. gr., ræðurskólastjóra Verzlunarskólans, ákveður laun hans og önnur starfskjör og leysir hann frástörfum ef ástæða þykir til.7. gr.Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands kemur fram fyrir hönd skólans, annast daglegan reksturhans og ber ábyrgð á rekstrinum gagnvart skólanefnd. Skólastjóri situr fundi skólanefndarmeð málfrelsi og tillögurétt, nema skólanefnd ákveði annað um einstaka fundi.Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða meiriháttar. Slíkarráðstafanir getur skólastjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá skólanefnd, nemaekki sé unnt að bíða ákvarðana skólanefndar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi skólans. Íslíkum tilvikum skal skólanefnd tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina.Skólastjóri ræður kennara og aðra starfsmenn skólans og víkur þeim frá, hvort tveggja ísamráði við skólanefnd. Hann semur skýrslu um starfsemi skólans í lok hvers skólaárs.2

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!