13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

25) Galli í fasteignakaupum fyrnist á 10 árum. S Ó<br />

26) Óvígð sambúð í 5 ár jafngildir hjúskap. S Ó<br />

3. Hver er munurinn á verslun og iðnaði í lögfræðilegum skilningi<br />

4. Hvaða munur er á beinum sköttum og óbeinum sköttum<br />

5. Hvaða reglur gilda við eignaskipti vegna slita á óvígðri sambúð annars vegar og við<br />

hjónaskilnað hins vegar<br />

6. Gerið grein fyrir þrígreiningu ríkisvaldsins og hvert raunverulegt hlutverk forseta<br />

Íslands er með hliðsjón af henni.<br />

7. Hvenær er um afhendingardrátt að ræða af hálfu seljanda Fjallið um þau úrræði sem<br />

kaupandi getur gripið til við slíkar aðstæður.<br />

8. Raunhæft verkefni. - Rökstyðjið öll svör!<br />

Maja og Kalli útskrifuðust úr Versló fyrir einu ári. Að útskriftarferðinni lokinni ákváðu þau<br />

að flytja saman. Þau tóku íbúð í Hlíðunum á leigu. Leigusamningurinn var gerður til 1 árs,<br />

leigan var ákveðin kr. 30.000 pr. mánuð og skyldi greiðast mánaðarlega fyrir fram.<br />

Leigusalinn, Klængur Klemensson, krafðist þess að þau afhentu sér víxil að fjárhæð kr.<br />

90.000 til tryggingar leigugreiðslum svo og ef eitthvað skyldi skemmast í íbúðinni á<br />

leigutímanum. Maja, sem var skráður leigutaki á leigusamningnum, var greiðandi víxilsins en<br />

Kalli útgefandi hans. Klængur krafðist þess jafnframt að á víxlinum væru tveir ábekingar og<br />

varð úr að foreldrar Kalla, þau Hreggviður Jónsson og Guðfinna Gottskálksdóttir, urðu<br />

ábekingar.<br />

Um síðustu jól slitnaði upp úr sambúð þeirra Maju og Kalla og flutti Kalli út af heimilinu.<br />

Klængur frétti brátt af þessu ásamt sögusögnum þess efnis að Maja héldi villt teiti hverja<br />

helgi. Klæng varð mjög órótt og sagði leigusamningnum upp. Maja flutti út úr íbúðinni 1.<br />

febrúar sl. og komu þá í ljós töluverðar skemmdir á íbúðinni. Klængur krafði þá Maju um<br />

víxilfjárhæðina kr. 90.000. Þegar Maja sýndi enga tilburði til að greiða skemmdirnar setti<br />

Klængur víxilinn í innheimtu hjá Herði Faxen lögmanni. Hörður útfyllti víxilinn, gaf hann út<br />

þ. 15. mars sl. en gjalddaga hafði hann 15. apríl sl. Víxillinn er án afsagnar. Hörður lögmaður<br />

sendi öllum skuldurum víxilsins tilkynningu um gjalddaga hans. Þegar engin greiðsla barst á<br />

gjalddaga sendi Hörður skuldurunum enn á ný bréf, en í þetta sinni hótun um lögsókn yrði<br />

víxillinn ekki greiddur fyrir 1. maí sl. Kalli og foreldrar hans brugðust ókvæða við og<br />

harðneita að greiða víxilinn. Maja hefur lýst því yfir að hún eigi enga peninga.<br />

a) Fyllið víxilinn út eins og hann myndi líta út þegar Hörður lögmaður sendir<br />

víxilskuldurunum innheimtubréf.<br />

b) Hverja getur Hörður krafið um greiðslu Fjallið ítarlega um greiðsluskyldu<br />

víxilskuldaranna.<br />

c) Fjallið ítarlega um þær leiðir sem Klæng eru færar til að innheimta víxilinn.<br />

9. Raunhæft verkefni.<br />

Þann 10. maí á síðasta ári keypti Hreggviður, pabbi hans Kalla notaðan Pallero jeppa árg.<br />

1994 af bílaumboðinu Bílgeimar hf. Jeppinn kostaði kr. 2.500.000. Hreggviður átti kr.<br />

500.000 í vasanum en ekki krónu meir. Það varð því úr að Bílgeimar hf. lánuðu honum<br />

eftirstöðvarnar. Hreggviður gaf út skuldabréf að upphæð kr. 2.000.000 til 20 mánaða og<br />

skyldi greiða mánaðarlega af bréfinu. Bílgeimar hf. vildu frekari tryggingu fyrir láninu og<br />

kröfðust þess að Hreggviður útvegaði tvo sjálfskuldarábyrgðarmenn að láninu. Hreggviður<br />

fékk félaga sína þá Bjarna Böðvars og Þorvarð Þorsteins til að skrifa upp á bréfið fyrir sig.<br />

119

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!