13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Hver getur ratað eftir slíkri leiðarlýsingu Varla nokkur maður. Ekki aðeins þarf að<br />

muna og skilja lýsinguna, heldur þarf hún líka að vera rétt, sem sjaldnast er og stundum er<br />

maður sendur í alveg þveröfuga átt við þá sem ætlunin var að fara í.<br />

Til þess að rata þarf að hafa eitthvað háleitara viðmið en næsta götuhorn. Eitthvað sem<br />

stendur upp úr. Eitthvað sem sést langt að þannig að ekki þurfi að spyrjast fyrir á hverjum<br />

krossgötum, sérstaklega þar sem ekki er víst að við skiljum fólkið á götunni í erlendum<br />

borgum.<br />

Á liðnum öldum hafa helstu andans menn mannkynsins reynt að kortleggja lífið svo<br />

aðrir ættu auðveldara með að rata þar um. Við hér í Verzlunarskólanum höfum kennt ykkur<br />

að lesa og nota sum þessara korta. Áttaviti er gagnlegt áhald, en sól og tími eru óbrigðul.<br />

Þannig skuluð þið fara að í lífinu. Hugsið um aðalatriðin og missið ekki sjónar á hinum<br />

háleitu markmiðum ykkar.<br />

Lifið lífinu til góðs, bæði fyrir aðra og ykkur sjálf. Leggið rækt við hin klassísku<br />

manngildi, siðferði, traust og ábyrgð. Munið að enginn verður upphafinn af sjálfum sér. Þau<br />

tækifæri sem þið fáið í lífinu hafa verið sköpuð af öðrum. Einhverjum öðrum sem hafa viljað<br />

sýna ykkur velvild. Munið að endurgjaldið fyrir velvild er þakklæti. Sýnið þakklæti og þá<br />

öðlist þið enn meiri velvilja.<br />

Nú skulum við snúa okkur að þeim hluta þessarar athafnar, sem skemmtilegastur er, en<br />

það er að afhenda verðlaun.<br />

Verðlaun og viðurkenningar<br />

Verðlaun Verslunarráðs Íslands.<br />

Fyrir bestan árangur í viðskiptagreinum á stúdentsprófi, þ.e. í bókfærslu, reksturshagfræði og<br />

þjóðhagfræði:<br />

Ragnar Jónasson, 6-X<br />

Fyrir hæstu aðaleinkunn á verslunarmenntaprófi:<br />

Jónína Björk Erlingsdóttir, 6-P<br />

Nú verða afhent verðlaun til nokkurra nemenda sem skarað hafa fram úr í námi. Það er<br />

nokkuð misjafnt og tilviljanabundið hverjir fá verðlaun. Hætt er við að margur nemandinn,<br />

sem verðlaun ætti skilið, fái enga viðurkenningu. En þannig er lífið og við því er ekkert að<br />

gera annað en að klappa því duglegar fyrir hinum sem eitthvað fá. Þeir sem til verðlaunanna<br />

stofnuðu á sínum tíma ákváðu þá hvernig þetta skyldi fara fram.<br />

Og enn hefur bæst við í verðlaunasafnið. Útskrifarárgangur 1986 hefur stofnað<br />

minningarsjóð um Jóhann Guðnason, sem brautskráðist héðan það ár. Fyrstu verðlaun þess<br />

sjóðs verða afhent hér á eftir.<br />

Minningarsjóður um dr. Jón Gíslason.<br />

Peningaverðlaun kr. 10.000.- hljóta fyrir hæstu meðaltalseinkunn í erlendum tungumálum:<br />

Þórunn Egilsdóttir, 6-L og<br />

Ragnar Jónasson, 6-X<br />

161

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!