13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

35. - 40. Setjið lesmerki og stóra stafi í eftirfarandi texta:<br />

Bókmenntir.<br />

Ert þú að halda því fram að læknarnir viti þetta ekki spyr mamma nei nei þeir<br />

vita þetta jafnvel og ég og þú þeir vilja bara hafa þetta svona ég heyri að þú hafir<br />

farið fram á kauphækkun segir mamma já og ég benti þeim bara á þessa staðreynd<br />

og að launin væru alltof lág og ég krefðist úrbóta segir Ragnar en þeir notuðu<br />

jólakökuna til að losna við mig Ragnar kveikir sér í sígarettu mamma leggur frá<br />

sér prjónana stendur upp sækir kaffikönnuna og hellir í bollann hjá Ragnari en<br />

meðan hún gengur með kaffikönnuna að eldavélinni blæs Ragnar frá sér<br />

reykmekki og segir ég bara spyr síðan hvenær er það glæpur að gefa veikum<br />

manni jólaköku<br />

(Úr Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson)<br />

41. - 44. Gerið í stuttu en skýru máli grein fyrir frásagnarhætti í sögunni Píus páfi<br />

yfirgefur Vatíkanið. Hvernig er upplýsingum um ástand og persónur komið á<br />

framfæri við lesanda<br />

45. - 50. Í smásögunum Grimmd og Blátt tjald segir frá ungum drengjum sem verða fyrir<br />

ólíkri lífsreynslu en virðast eiga sitthvað sameiginlegt. Bendið á hvernig<br />

persónueinkennum þeirra svipar saman en gerið jafnframt grein fyrir<br />

mismunandi aðstæðum þeirra tveggja.<br />

Íslenska (Egils saga og Frásagnarlist fyrri alda)<br />

1.-8. „Sagði Kveld-Úlfur að þá myndi þar til draga sem honum hafði fyrir boðað að<br />

Þórólfur myndi eigi til alls endis gæfu til bera um vináttu Haralds konungs - og<br />

þætti mér ekki mikils vert um félát þetta sem Þórólfur hefur misst ef ekki færi hér<br />

hið meira eftir. Grunar mig enn sem fyrr að Þórólfur muni eigi ger kunna að sjá efni<br />

sín við ofurefli slíkt sem hann á að skipta.”<br />

a) Útskýrið feitletruð orð og orðasambönd.<br />

b) Við hvaða tækifæri mælti Kveld-Úlfur þessi orð<br />

c) Greinið í stuttu máli frá sambandi feðganna, Kveld-Úlfs og Þórólfs.<br />

d) Bendið á frásagnareinkenni í þessum kafla sem setur mjög mark sitt á Egils<br />

sögu og aðrar Íslendinga sögur.<br />

9.-12. Rökstyðjið eftirfarandi með tilvísun í söguna:<br />

a) Skáld nutu mikillar virðingar hjá konungum.<br />

b) Gunnhildur drottning er fjölkunnug (göldrótt).<br />

c) Fégirnd Egils hefur alvarlegar afleiðingar fyrir besta vin hans.<br />

d) Atleyjarför Egils veldur stefnubreytingu hjá Þórólfi, bróður hans.<br />

13.-17. Segið frá síðasta viðskilnaði feðganna Egils og Skallagríms. Hvaða ályktanir má<br />

draga af honum um samband þeirra<br />

18.-21. Segið frá tveimur gerólíkum hliðum sem Egill sýndi á sér hjá gestgjöfum sínum á<br />

leiðinni til Vermalands og vitna um andstæð öfl í fari hans.<br />

53

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!