13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Til hamingju með verslunarprófið. Til hamingju með próflok og brautskráningu héðan<br />

frá Verzlunarskóla Íslands.<br />

Þar sem þið eruð ekki lengur nemendur skólans verð ég að ávarpa ykkur í samræmi við<br />

hina nýju stöðu ykkar, t.d. með því að segja:<br />

Kæra verslunarfólk!<br />

Þið hafið nú siglt skipi ykkar heilu í höfn. Við getum öll glaðst yfir því að stórsjóir<br />

vetrarmánuða náðu ekki að laska skip eða skemma farm. Svo er fyrir að þakka góðri<br />

skipsstjórn ykkar sjálfra og stefnufestu sem leitt hefur ykkur í rétta höfn og forðað frá<br />

hafvillum og áföllum.<br />

Að sjálfsögðu hafið þið mörg lent í mótbyr og erfiðleikum, svo sem jafnan er í langri<br />

sjóferð, en það er einmitt í slíkum veðrum sem sjómaðurinn lærir best að aka seglum og beita<br />

upp í vindinn. Það er þá sem vélstjórinn kemst að því hversu mikið álag bjóða má vélinni og<br />

það er þá sem hásetinn venst því að sofa rótt frammi í lúkar, hvort sem stefnið lemst í ölduna<br />

eða steypist niður í öldudalinn þannig að mannskapurinn ýmist svífur í lausu lofti eða þrýstist<br />

niður í kojurnar.<br />

Og allt er þetta sérstaklega nytsamur lærdómur fyrir verslunarmenn.<br />

Nú þegar þið hafið svo lukkulega náð heil í höfn og reiðarinn hefur afmunstrað ykkur<br />

er ekki nema sjálfsagt að þið gerið ykkur dagamun að góðum sjómannasið. En svo sjóuð sem<br />

þið nú eruð orðin þá býst ég við að hafið kalli og ekki líði á löngu þar til þið farið að svipast<br />

um eftir nýju skipsplássi. Því er heldur ekki að neita að þótt þið hafið þörf fyrir að sigla og<br />

skoða ókunn lönd þá þarfnast útgerðin ykkar enn meir, því helst þarf að skipa manni í hvert<br />

rúm áður en landfestar verða leystar aftur.<br />

Nú er nóg komið af sjóferðasögum. Við skulum nú skemmta okkur um stund við<br />

afhendingu verðlauna. Af mörgu er að taka. Margir hafa orðið til þess að stofna til verðlauna<br />

og enn fleiri nemenda skólans hafa með glæsilegum árangri unnið til þeirra. Allt mun þetta<br />

fram fara samkvæmt venju og óskum þeirra sem til verðlaunanna stofnuðu á sínum tíma en<br />

speglar ekki mat skólans á því hverjir hafi helst til verðlauna unnið. Mat skólans kemur fram<br />

á prófskírteinunum sjálfum.<br />

Verðlaun og viðurkenningar<br />

Waltersjóður, kr. 250 fyrir hæstu aðaleinkunn á verslunarprófi + kr. 10.000 frá skólanum:<br />

Evgenia Ignatieva, 4-B I. ág. 9,37 Dúx<br />

Minningarsjóður Jóns Sívertssonar kr. 10.000 fyrir hæstu einkunn í ólesinni stærðfræði:<br />

Jón Sigurðsson, 4-A Eink. 9,5 Semidúx<br />

Farandbikara verslunarprófs hlutu að þessu sinni:<br />

1. Vilhjálmsbikarinn:<br />

Fyrir afburðaárangur í íslensku.<br />

Evgenia Ignatieva, 4-B 9,5 og 9,0<br />

2. Stærðfræðibikar Steindórs J. Þórissonar fyrir hæstu einkunn í ólesinni stærðfræði á<br />

stærðfræðibraut:<br />

Evgenia Ignatieva, 4-B Eink. 9,5<br />

3. Bókfærslubikarinn:<br />

Fyrir bestan árangur á bókfærsluprófi og í árseinkunn.<br />

78

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!