13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

uppbyggingu fyrir tölvukennslu eingöngu heldur fyrir Verzlunarskólann allan og það nám<br />

sem þar fer fram.<br />

Athygli kennara víða um heim beinist nú í vaxandi mæli að því með hvaða hætti slík<br />

uppbygging geti orðið. Við hér í Verzlunarskólanum höfum einstæða aðstöðu til þess að vera<br />

þar í forystusveit og þróa aðferðir til þess að efla kennslu í tungumálum, viðskipta- og<br />

raungreinum með aðstoð tölva og tölvuforrita og tölvuvæddum upplýsingabanka. Bókasafn<br />

skólans mun fylgja þessari þróun eftir og það hefur fengið nýjar margmiðlunartölvur til<br />

afnota.<br />

Kæru nemendur!<br />

Mannshugurinn er merkilegt fyrirbæri. Um margt minnir hann á leir. Á meðan hann er<br />

ungur er hægt að hnoða hann, móta og mynda í margvíslegu formi. Á meðan þið eruð ung er<br />

hægt að þjálfa minni ykkar, skerpa rökhugsunina, bæta siðferðisvitund og efla andlegan<br />

þroska.<br />

Þegar þið eldist tapast aðlögunarhæfni ykkar og námsgeta minnkar líkt og leir sem<br />

verður harður og brotgjarn með aldrinum, einkum ef hann liggur ónotaður.<br />

Þið eruð ung nemendur góðir. Við þessi gömlu erum hér til þess að þjálfa ykkur og<br />

bæta. Það er okkar köllun að gera úr ykkur mikilmenni og snillinga, en þó umfram allt<br />

viljum við gera úr ykkur venjulegt fólk.<br />

Fólk sem er jákvætt, skemmtilegt og hæfileikaríkt. Fólk sem getur séð sjálfu sér<br />

farborða og stjórnað sjálfu sér a.m.k. og helst öðrum einnig. Sum ykkar eiga e.t.v. eftir að<br />

stjórna allri þjóðinni og það eru bæði gömul sannindi og ný að enginn getur stjórnað öðrum<br />

nema hann hafi sjálfur áður lært að hlýða. Besti undirbúningurinn fyrir æðstu störf er dýpsta<br />

auðmýkt.<br />

Dramb og hroki fella marga en hjálpa engum.<br />

Eitt er þó mikilvægast af öllu ef þið viljið læra og það er að mæta kennurum ykkar með<br />

jákvæðum huga. Að kenna er að komast inn í huga nemandans. Sá nemandi sem lokar huga<br />

sínum er að hafna kennslu og varla er það tilgangurinn með komu ykkar.<br />

Nokkur breyting hefur orðið á kennaraliði skólans. Ragna Kemp Guðmundsdóttir<br />

þýskukennari, sem verið hefur í leyfi, kemur nú aftur til starfa en Marion Wiechert er í<br />

barnsburðarleyfi. Þorbjörg Friðriksdóttir lét af störfum á síðasta vetri en Hella Willig hefur<br />

verið ráðin þýskukennari.<br />

Björk Ragnarsdóttir, sem kennt hefur áður, kemur nú aftur og kennir tölvufræði í stað<br />

Dísu Anderiman sem er í leyfi.<br />

Jón H. Sigurðsson verður í leyfi frá kennslu í vetur og í hans stað kemur Selma<br />

Káradóttir og kennir efnafræðina.<br />

María Jóhanna Lárusdóttir hefur fengið orlof þetta árið og kennir því ekki íslensku.<br />

Bessí Jóhannsdóttir hefur hætt kennslu í sögu en Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn<br />

nýr kennari.<br />

Magnús Eðvald Björnsson og Marta María Oddsdóttir, sem kenndu stærðfræði á<br />

liðnum vetri, hafa látið af störfum. Guðmundur Freyr Úlfarsson, sem útskrifaðist héðan fyrir<br />

fimm árum mun kenna í þeirra stað, sem og Hrönn Pálsdóttir, sem bæði mun kenna<br />

stærðfræði og hagfræði. Jón Hafsteinn Jónsson hefur nú kosið að láta af kennslu, vegna<br />

aldurs en skólinn missir hann þó ekki að fullu, því hann mun áfram vinna að uppbyggingu<br />

náms við skólann. Sömuleiðis mun Þórunn Felixdóttir láta af kennslu en hún mun starfa<br />

áfram sem námsráðgjafi.<br />

21

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!