13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

IV. bekkur:<br />

Námsefni: Dansktoppen, kennslubók í dönsku eftir Brynhildi Ragnarsdóttur, Hafdísi<br />

Ingvarsdóttur og Kirsten Friðriksdóttur.<br />

Lyt på kryds og tværs, hlustunarefni eftir Hafdísi Ingvarsdóttur og Kirsten Friðriksdóttur<br />

(tónband + verkefni).<br />

Í málfræði var lokið yfirferð og farið nánar í sagnbeygingu, forsetningar og orðaröð.<br />

Dernede i Danmark, námsefni með myndbandi eftir íslenska framhaldsskólakennara. Notaðir<br />

voru þeir 7 þættir sem ekki eru teknir í 3. bekk.<br />

Skáldsögurnar Nitten røde roser eftir Torben Nielsen og Det forsømte forår eftir Hans<br />

Scherfig voru hraðlesnar. Að auki voru lesnar 1-2 skáldsögur að eigin vali nemenda. Enn<br />

fremur voru lesnar greinar úr blöðum um athyglisverð málefni líðandi stundar.<br />

Nemendur horfðu á myndbönd og kvikmyndir, ýmist í tengslum við lesefnið eða með<br />

sjálfstæðum verkefnum.<br />

Eðlisfræði<br />

IV. bekkur stærðfræðideild<br />

Aflfræði. Mælingar, stærðir og einingar, óvissa í mælingum. Hreyfing eftir beinni línu með<br />

eða án hröðunar. Frjálst fall. Massi, þyngd, lögmál Newtons, núningakraftar. Orka og vinna.<br />

Varðveisla orkunnar, afl og nýtni.<br />

Varmafræði. Þrýstingur í vökva og gasi. Mæling þrýstings og hita. Þrýstingur og hiti í gasi.<br />

Ástandsjafnan, lögmál Daltons, gufuþrýstingur og mettuð gufa. Lögmál Arkimedesar. Varmi.<br />

Fyrsta lögmál varmafræðinnar. Varmarýmd og eðlisvarmi. Varmamælingar.<br />

Námsgögn: Eðlisfræði fyrir framhaldsskóla, Grunnbók 1A eftir Isnes, Nilsen og Sandås.<br />

Einnig er aukaefni frá kennara eftir þörfum, t.d. varðandi lögmál Arkimedesar.<br />

V. bekkur stærðfræðideild<br />

Rafmagnsfræði. Hleðslur, rafstraumur, rafsvið, spenna í rafsviði. Viðnám, eðlisviðnám,<br />

íspenna, lögmál Kirchhoffs. Samband milli straums, spennu, viðnáms og afls, Ohms lögmál.<br />

Mótstöðutengingar og mælingar í straumrásum.<br />

Bylgjufræði. Sveiflur, vatnsbylgjur, ljósbylgjur og hljóðbylgjur. Endurkast bylgna og<br />

bylgjubrot. Beygja ljóssins og samliðun. Rafsegulrófið.<br />

Atóm. Atómlíkan Thomsons og líkan Rutherfords. Orkuskammtar, litróf vetnis, atómlíkan<br />

Bohrs. Útgeislun og gleyping.<br />

Kjarneðlisfræði. Náttúruleg geislun, víxlverkun geislunar og efnis. Atómkjarninn,<br />

kjarnahvörf, kjarnaklofnun og kjarnasamruni. Geislavá.<br />

Aflfræði. Stærðfræðileg lýsing á hreyfijöfnunum, hreyfing í plani, kraftlögmálið,<br />

hringhreyfing, plandingull, fjaðrandi gormur, atlag og skriðþungi, árekstrar. Þyngdarsvið,<br />

þyngdarlögmál Newtons, stöðuorka í þyngdarsviði og mætti í þyngdarsviði.<br />

Snúningshreyfing. Kraftar sem verka á stinnan hlut, kraftvægi, þyngdarpunktur og jafnvægi.<br />

Hverfitregða, hverfiþungi og snúningur um fastan ás.<br />

Námsgögn. Eðlisfræði fyrir framhaldsskóla, Grunnbók 1B og Grunnbók 2 (fjórir fyrstu<br />

kaflarnir) eftir Isnes, Nilsen og Sandås. Snúningshreyfing eftir Isnes, Nilsen og Sandås.<br />

VI. bekkur stærðfræðideild<br />

Rafsegulfræði. Rafsvið, rafsviðsstyrkur, lögmál Coulombs, stöðuorka í rafsviði, mætti,<br />

spenna, þéttar, hreyfing hlaðinna agna í rafsviði. Segulsvið, segulsvið umhverfis beinan vír<br />

og innan í spólu. Segulkraftur, hreyfing hlaðinna agna í segulsviði, segulmagn jarðar,<br />

geimgeislar og norðurljós. Span, spanlögmál Faradays, sjálfspan og spanstuðull spólu.<br />

25

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!