13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

og skólahaldinu þannig að ég held að vart sé hægt að ímynda sér þá truflun á kennslu sem<br />

sum ykkar hafið ekki orðið að þola. Þegar upp í 4. bekk kom komst ég þó að því að þetta var<br />

misskilningur hjá mér. Enn fundust ný vandræði sem á ykkur lentu.<br />

Veturinn í fyrra var eins og hann var með verkföllum og stórtapi NFVÍ. Hvort tveggja<br />

bitnaði að sjálfsögðu á ykkur. Þegar þessi vetur hófst leit fyrst út fyrir að hann yrði<br />

tíðindalítill og friðsamur en það gat að sjálfsögðu ekki orðið. Nú leggist þið í uppreisn og<br />

hallarbyltingar. Ekki gegn skólastjóra, sem hefði verið skiljanlegt eftir allt sem á undan var<br />

gengið. Mikið gekk á, en leiðinleg voruð þið aldrei. Þrátt fyrir að afar margir sterkir<br />

einstaklingar séu í þessum árgangi, eða e.t.v. vegna þess, er bekkurinn óvenju-ósamstæður og<br />

sundurlaus.<br />

Þetta hefur verið sagt áður. Hver gerði það<br />

Jú, ég man það vel. Það var gamli skólastjórinn minn sem sagði það sama þegar hann<br />

útskrifaði mig og mína bekkjarfélaga. Hann bætti því reynar við að engir tveir okkar gætu<br />

komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut og gengju ekki ótilneyddir í sömu áttina. Ekki<br />

minnist ég þess þó að hann hafi haft orð á að þetta væri gáfumerki.<br />

En hvernig skyldi ykkur hafa vegnað Þegar litið er yfir hópinn blasa við óvenju<br />

margir glæsilegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Meðal ykkar eru afburðagóðir listamenn,<br />

íþróttamenn, mælskumenn og námsmenn, svo eitthvað sé nefnt. Suma hefur borið svo hratt<br />

yfir stjörnuhimininn að tími fannst ekki til að mæta í stúdentsprófin. Já, ykkur liggur á. Það<br />

varð að gerast og ekki síðar en strax að sýna þjóðinni fram á hve miklir snillingar þið eruð.<br />

Raunar tel ég að ykkur hafi tekist það á nemendamótinu.<br />

Bekkurinn sýndi einnig styrk sinn á stúdentsprófinu. 70 fengu I. einkunn, 97 aðra<br />

einkunn og aðeins 13 þriðju einkunn. Þrír nemendur fengu I. ágætiseinkunn og voru<br />

einkunnir allra þeirra hærri en gerist og gengur hjá venjulegum dúxum. Þriðji hæsti nemandi<br />

hefði dúxað flest þau ár sem ég hef verið hér við skólann með þá einkunn sem hann fær nú og<br />

einkunnir bæði dúx og semidúx eru meðal hæstu einkunna sem sést hafa hér á stúdentsprófi.<br />

Fjölmargir nemenda hafa unnið hin margvíslegustu afrek, jafnt innan skóla sem utan.<br />

Ég hef að vísu heitið því að nefna gáfur aldrei aftur við skólasetningu en við skólaslit<br />

hlýt ég að mega segja: „Þið eruð býsna góð.”<br />

Að svo mæltu bið ég ykkur um að ganga fram og veita prófskírteinum ykkar viðtöku.<br />

Fyrst stúdentsefni lærdómsdeildar, síðan verslunarmenntafólk, þá öldunga og síðast<br />

utanskólanemendur, svo sem venja hefur verið.<br />

Ágætu stúdentar og verslunarmenntafólk!<br />

Ég óska ykkur hjartanlega til hamingju með próf ykkar og farsæl námslok hér í<br />

Verzlunarskóla Íslands. Þið munuð nú hverfa héðan fullnuma í þeim fræðum sem hér eru<br />

kennd og vonandi einnig vaxin af visku. Það hefur verið hlutverk okkar sem hér störfum nú<br />

um nokkur ár að mennta ykkur, fræða og þroska.<br />

Ef ég ætti mér eina ósk þá myndi ég óska þess að geta nú sagt við ykkur eitthvað að<br />

skilnaði sem auðveldaði ykkur að rata rétta slóð um lífsins vegi. En lífið er svo fjölbreytilegt<br />

og óskir mannanna svo torræðar að erfitt getur reynst að setja nokkuð það fram sem auðveldi<br />

ykkur að halda áttum og ná því marki sem þið viljið stefna að.<br />

Að læra að rata á vegum lífsins er eins og að koma í erlenda stórborg. Ég býst við að<br />

þið hafið öll þurft að spyrja til vegar í borg þar sem þið eruð ókunnug. Svarið er þá vísast<br />

eitthvað á þessa leið: Farðu niður þessa götu beygðu svo til hægri yfir þrenn gatnamót,<br />

beygðu þá til vinstri og síðan til hægri. Þá kemur þú á götu sem liggur beint þangað sem þú<br />

ætlar.<br />

---<br />

160

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!