13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

V. bekkur val.<br />

Námsefni: Nemendum er kennd undirstaða forritunar. Forritunarumhverfi eru Microsoft<br />

Access 7.0 gagnasafnskerfi og Visual Basic 4.0 gluggaumhverfi, þar sem bætast við<br />

sérhæfðar forritunarskipanir fyrir hvort umhverfi fyrir sig.<br />

Í lokaverkefni er sett upp tenging við Access úr Visual Basic, þannig að notendaviðmót er<br />

hannað í Visual Basic, en gögnin geymd í töflu í Access.<br />

Farið er í hvernig á að nálgast vefsíður með vefskoðara. Einnig kennt að nota leitarvélar til að<br />

nálgast upplýsingar á netinu og farið í vefsíðugerð. Við vefsíðugerð er ritþórinn Notepad<br />

notaður.<br />

Námsgögn: Fjölrit og verkefni frá kennara.<br />

Upplýsingafræði<br />

Nemendum er kennt að nota alla þætti Internetsins til samskipta og upplýsingaöflunar: telnet,<br />

ftp, archie, e-mail, gopher og www. Nemendur gera heimildaleitir á netinu og setja upp<br />

einfalda heimasíðu.<br />

Gerð er grein fyrir helstu gerðum bókasafna og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Farið er í<br />

heimsókn á almenningsbókasafn, skólabókasafn og sérfræðisafn og skoðuð sú starfsemi sem<br />

þar fer fram.<br />

Fjallað er um helstu upplýsingalindir um viskiptalíf á Íslandi; jafnt í prentuðu máli, á<br />

tölvutæku formi og með viðtölum við fólk. Nemendur vinna tvö rannsóknarverkefni á því<br />

sviði, annað um fyrirtæki, sem þeim er úthlutað, og hitt um markaðssvið að eigin vali. Þeir<br />

flytja stutt erindi um niðurstöður athugana og lögð er áhersla á fagmannleg vinnubrögð<br />

varðandi framkomu, glærunotkun og framsetningu gagna í töflum og línuritum.<br />

Verslunarfræði<br />

V. bekkur verslunarmenntabraut:<br />

Verktakafræði (haustönn):<br />

Í kennslunni er farið í verkefni sem tengjast rekstri fyrirtækja. Kennslan miðar að því að gefa<br />

nemendum kost á að kynnast þeim vandamálum sem stjórnendur eiga við að glíma í<br />

daglegum rekstri, svo sem að meta viðskiptahugmyndir og markaðsforsendur, gera<br />

söluáætlanir, reikna út tilboð og meta þau, gera verksamninga, kostnaðarútreikninga og<br />

áætlanir. Íslenskur staðall við gerð útboða og samninga er lesinn og notaður í kennslunni.<br />

Fjallað er um tengsl fyrirtækja við opinberar stofnanir, sjóðakerfið, bankakerfið,<br />

fjárfestingalánasjóði, tryggingafélög og endurskoðendur. Mikil áhersla er lögð á<br />

verkefnavinnu nemenda í þessari grein og regluleg verkefnaskil. Námskeiðinu lýkur um jól<br />

með lokaprófi.<br />

Sölu- og markaðsfræði (vorönn):<br />

Í kennslunni er farið yfir grundvallarhugtök sem tengjast sölu- og markaðsfræði og fjallað um<br />

hvernig hugmyndafræðin er notuð til að markaðssetja vörur og þjónustu. Farið er yfir gerð<br />

söluáætlana og eftirlit með þeim, grundvallaratriði markaðsrannsókna og gerð<br />

skoðanakannana kynnt. Skipulagning söluherferða og verkefni unnin í því sambandi.<br />

Námskeiðinu lýkur að vori með lokaprófi.<br />

38

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!