13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Riðstraumsfræði. Riðstraumur og riðspenna. Virk gildi straums og spennu. Straumur og<br />

spenna í hreinni raunviðnámsrás, spanviðnámsrás og rýmdarviðnámsrás. Riðstraumsrás með<br />

spólu, mótstöðu og þétti, síur. Afl í riðstraumsrásum. Spennubreytar.<br />

Hreinar sveiflur. Lýst er stærðfræðilega hreinum sveiflum. Síðan er fjallað um<br />

hreyfifræðina, þ.e. þá krafta sem valda sveiflunum. Tekin eru fyrir massi sem hangir í gormi<br />

og pendúll. Einnig er fjallað um LC, RL, RC og RCL rásir. Stillt er upp diffurjöfnum sem<br />

síðan eru leystar fyrir hvert tilvik.<br />

Takmarkaða afstæðiskenningin. Umskiptajöfnur Galíleis og Lorentz, frumsetning<br />

afstæðiskenningarinnar, samtímahugtakið, orka og skriðþungi í afstæðiskenningunni.<br />

Skammtaeðlisfræði. Undirstöðuatriði skammtaeðlisfræðinnar kynnt. Hefðbundin eðlisfræði<br />

og skammtafræði, ljósröfun, agnir og bylgjueiginleikar, óvissulögmálið, skömmtun orku í<br />

atómum.<br />

Stjörnufræði. Fjallað stuttlega um sólkerfið, þar sem farið er í helstu þætti sólarinnar og<br />

reikistjarnanna.<br />

Stjarneðlisfræði. Geislunarlögmál, birta stjarnanna, litróf stjarnanna. Hertzsprung-Russellínuritið,<br />

upphaf, þróun og endalok sólstjarna, hvítir dvergar, nýstirni, sprengistjörnur,<br />

nifteindastjörnur, svarthol. Vetrarbrautin okkar. Heimsmyndunarfræði, rauðvik, lögmál<br />

Hubbels, útvarpsvetrarbrautir, kvasar, mikli hvellur, alheimurinn.<br />

Námsgögn. Eðlisfræði fyrir framhaldsskóla, Grunnbók 2 eftir Isnes, Nilsen og Sandås.<br />

Riðstraumsfræði eftir Isnes og Nilsen. Hreinar sveiflur í afl- og rafmagnsfræði eftir Inga<br />

Ólafsson og fjölritað efni frá kennara.<br />

Eðlis- og efnafræði<br />

V. bekkur hagfræði- og málabrautir:<br />

Markmið: Að kynna nemendum undirstöðuatriði efnafræði, eðlisfræði og stjörnufræði sem<br />

þátt í heimsmynd nútímans.<br />

Námsefni: Gerð og eiginleikar atóma og sameinda, lotukerfið; efnahvörf og efnatengi;<br />

almennir eiginleikar málma og málmleysingja; leysni efna og mólstyrkur; efnaformúlur,<br />

efnajöfnur og nafngiftareglur; hreyfilögmál Newtons, þyngdarlögmálið og þyngdarfastinn;<br />

geislavirk efni og kjarnorka; rafmagnsfræði, orka og orkulindir; orkulindir Íslands og nýting<br />

þeirra; alheimurinn; sólkerfið.<br />

Verklegar æfingar: Tveir tímar hálfsmánaðarlega.<br />

Námsgögn: Almenn efnafræði I eftir Hafþór Guðmundsson, Eðlisfræði eftir Inga Ólafsson,<br />

Jörðin og stjörnurnar eftir Lúðvík Gústafsson og Ólaf Halldórsson. Verklegar æfingar eftir<br />

Ólaf Halldórsson.<br />

Efnafræði<br />

V. bekkur stærðfræðibraut:<br />

Markmið: Að kynna nemendum undirstöðuatriði efnafræði sem þátt í heimsmynd nútímans,<br />

og veita grunnþekkingu m.t.t. frekara náms á háskólastigi.<br />

Námefni: Bygging atóma og lotukerfið; efnatengi, efnahvörf, oxun og afoxun,<br />

nafngiftareglur; ástand efna, lausnir og gaslögmálin; sýrur og basar; orka og jafnvægi í<br />

efnahvörfum; hraði efnahvarfa; lífræn efni; loft- og vatnsmengun; kjarnaefnafræði.<br />

Verklegar æfingar. Tveir tímar hálfsmánaðarlega.<br />

26

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!