13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Slit verslunardeildar 1996<br />

Formaður skólanefndar, kennarar, nemendur og aðrir góðir gestir!<br />

Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar hátíðarstundar þegar verslunardeild<br />

Verzlunarskóla Íslands verður slitið að loknu 91. starfsári sínu.<br />

Sérstaklega býð ég velkomna þá 199 nemendur 4. bekkjar, sem nú verða brautskráðir,<br />

sem og tvo nemendur öldungadeildar, sem einnig útskrifast nú með verslunarpróf.<br />

Það eru ánægjuleg forréttindi að mega rétta ungu fólki sigurlaun að loknu verki og við<br />

það munum við skemmta okkur hér á eftir, ásamt því að kalla þá sem fram úr hafa skarað upp<br />

á pall þar sem þeir fá afhent margvísleg verðlaun og viðurkenningar.<br />

Það er venja að fara nokkrum orðum um starfið áður en lengra er haldið, þó að ekki sé<br />

til annars en að glöggva sig á því hvort við, sem kennum og nemum við skólann, höfum náð<br />

markmiðum hans og stefnum í þá átt sem við viljum fara í, eða hvort einhverju sé augljóslega<br />

áfátt. Hér á eftir verður gerð grein fyrir úrslitum prófa 4. bekkjar en fyrst mun ég fara<br />

nokkrum orðum um niðurstöður prófa í 3ja bekk.<br />

Í þriðja bekk gengu 271 nemandi undir próf og hafa 216 þeirra nú staðist það með<br />

fullnægjandi hætti og 24 nemendur til viðbótar eiga þess kost að þreyta endurtektarpróf. Nái<br />

þeir allir prófum mun 4. bekkur næsta vetrar verða álíka stór og hann er nú, sem væri góður<br />

árangur.<br />

Fjórir nemendur 3. bekkjar fengu I. ágætiseinkunn og bið ég þá um að rísa úr sætum<br />

þegar ég nefni þá svo við hin getum klappað þeim lof í lófa.<br />

Stefán Karlsson 3-E I. ág.eink. 9,25<br />

Úlf Viðar Nielsson 3-E " 9,15<br />

Sara Sturludóttir 3-G " 9,12<br />

Helga Harðardóttir 3-J " 9,06<br />

Ég bið Stefán Karlsson um að koma hingað og veita viðtöku smá viðurkenningu fyrir<br />

afburðanámsárangur.<br />

Að þessu sinni gengu 247 nemendur til prófs í 4. bekk og nú hafa 199 þeirra lokið<br />

verslunarprófi og munu útskrifast hér, en 48 hafa ekki lokið prófum með fullnægjandi hætti.<br />

Af þeim eiga 20 nemendur þó rétt á að þreyta endurtektarpróf.<br />

Úrslit prófa eru áþekk því sem vænta mátti og verið hefur á liðnum árum og er því ekki<br />

að vænta mikilla breytinga á samsetningu bekkja og nemendafjölda næsta vetrar. Þó gerum<br />

við ráð fyrir að fremur muni fjölga í 5ta bekk næsta vetur en fækka.<br />

Kæru nemendur!<br />

Nú líður að því að þið fáið prófskírteini ykkar afhent og er þá við hæfi að líta fram á<br />

veg og skyggnast um ef þar skyldi mega sjá vegvísa sem auðveldi okkur að rata um óvissa og<br />

óljósa framtíð.<br />

Þið sem nú verðið útskrifuð hafið öll staðist próf og þar með öðlast hæfi og rétt til<br />

almennra starfa í viðskiptalífinu. Þau ykkar sem kjósa að hætta námi og hasla sér völl í<br />

atvinnulífinu munu uppgötva að velgengni í starfi byggist fyrst og fremst á góðum árangri á<br />

vinnustað. Góður árangur getur af sér ný tækifæri og er afrakstur náms og iðni rétt eins og<br />

hér í skólanum. Verið því vandvirk og vinnusöm og umfram allt stundvís, þá mun ykkur vel<br />

farnast.<br />

Þau ykkar sem hyggið á frekara nám eigið um ýmsa kosti að velja, en misjafna þó, eftir<br />

einkunn og tegund prófs. Þið sem hafið áhuga á að hverfa til náms í öðrum skóla ættuð að<br />

76

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!