13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rekstrarhagfræði: Kenndar voru 3 stundir í viku. Kennsluefni: Verkefnahefti í<br />

fyrirtækjarekstri með æfingum eftir Valdimar Hergeirsson.<br />

Markmiðið var að byggja upp skilning á fjárhagslegum grundvallarhugtökum í rekstri<br />

fyrirtækja hjá nemendum. Kynnt var notkun algengustu hugtakanna í kostnaðarfræði. Farið<br />

var yfir æfingaverkefni sem fjalla um rekstur verslunarfyrirtækja og iðnfyrirtækja.<br />

IV. bekkur:<br />

Þjóðhagfræði: Kenndar voru 3 stundir í viku. Kennsluefni: Þjóðhagfræði, 1. áfangi eftir<br />

Ingu Jónu Jónsdóttur.<br />

Markmiðið var að gera nemendur færa um að skilja og nota helstu hugtök þjóðhagfræðinnar.<br />

Einnig að gera þá færa um að hafa yfirsýn yfir hringrásina í efnahagslífinu og helstu þætti<br />

efnahagsstarfseminnar og skilja orsakatengslin á milli þeirra. Helstu efnisflokkar sem farið<br />

var yfir voru: hagfræðin sem fræðigrein - grundvallarhugtök. Hringrásin í efnahagslífinu og<br />

útreikningur á helstu þjóðhagsstærðum svo sem þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum.<br />

Jafnvægi og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, fjármál hins opinbera, verðbólguhugtakið,<br />

vísitölur, hagvöxtur og hagsveifluhugtakið. Hlutverk seðlabanka og helstu atriði um stjórn<br />

peningamála, utanríkisviðskipti o.fl.<br />

V. bekkur hagfræði- og stærðfræðibrautir:<br />

Rekstrarhagfræði: Kenndar voru 5 stundir í viku (4 stundir á stærðfræðibraut).<br />

Kennsluefni: Rekstrarhagfræði og kostnaðarbókhald eftir Ársæl Guðmundsson ásamt<br />

Verkefnahefti með viðbótarefni eftir Valdimar Hergeirsson. Að auki voru lesnir tveir kaflar í<br />

bókinni Verðbréf og áhætta sem VÍB gefur út.<br />

Markmiðið var að gera nemendur færa um að skilja og nota helstu hugtök rekstrarhagfræðinnar<br />

og nokkra efnisflokka fjármálafræða. Nemendum var ætlað að geta nýtt tæki<br />

hagfræðinnar til að greina einföld rekstrarhagfræðileg vandamál. Helstu efnisflokkarnir sem<br />

kenndir voru: Markmið fyrirtækja, réttarform og flokkun fyrirtækja. Verðbréf og hlutabréf.<br />

Hegðun fyrirtækja og framleiðsla. Kostnaðarhugtök, notkunar- og fórnarsjónarmið. Fjárþörf<br />

og fjármögnun. Fjárfesting og mat á fjárfestingakostum. Tekju- og útgjaldastreymi,<br />

ávöxtunarkrafa og líftími. Hegðun neytenda, nytsemi og eftirspurn. Markaður, markaðsform<br />

og verðmyndun.<br />

V. bekkur verslunarmenntabraut:<br />

Rekstrarhagfræði: Kenndar voru 5 stundir í viku. Kennsluefni: Rekstrarhagfræði eftir<br />

Helga Gunnarsson ásamt verkefnahefti og enn fremur viðbótarefni.<br />

Helstu námsþættir: Mismunandi eignarform fyrirtækja, ytra umhverfi og hagsmunaaðilar,<br />

markmið og stjórnskipulag, stefnumótun, starfsmannahald, framleiðsla og framleiðni,<br />

kostnaðarskipting, tekjur og afkoma, arðsemi, framlegðarútreikningar, núvirðisútreikningar,<br />

mismunandi markaðsform.<br />

VI. bekkur hagfræði- og stærðfræðibrautir:<br />

Þjóðhagfræði: Kenndar voru 4 stundir í viku og auk þess var vikulega einn sameiginlegur<br />

fyrirlestrartími á sal þar sem fólk var fengið úr atvinnulífinu eða opinberri stjórnsýslu til þess<br />

að flytja fyrirlestra um hagfræðileg málefni.<br />

Lesnir voru valdir kaflar úr kennslubókinni Economics eftir Wonnacott og Wonnacott.<br />

Jafnframt var farið yfir verkefni í þjóðhagfræði og önnur dæmi tengd lesefninu sem tekin<br />

voru saman af Valdimar Hergeirssyni.<br />

Markmiðið var að nemendur færu dýpra í helstu hugtök og undirgreinar þjóðhagfræðinnar og<br />

bættu við nýjum hugtökum og kenningum. Lögð var áhersla á að nota dæmi úr<br />

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!