13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kveðskaparöld, og úr Straumum og stefnum, kaflarnir Raunsæi og Nýrómantík, ásamt<br />

völdum textum úr Rótum. Lesin voru nokkur ljóð frá síðari tímum í samantekt<br />

kennara. Nemendur lásu auk þess skáldsöguna Svaninn efrir Guðberg Bergsson.<br />

3. Ein viðamikil heimildaritgerð var skrifuð um veturinn auk smærri ritgerða.<br />

Latína<br />

V. bekkur val:<br />

Aðaláhersla var lögð á undirstöðuatriði latneskrar málfræði s.s. sagnbeygingu, nafnorð,<br />

lýsingarorð o.fl. Lesnir léttir kaflar í samfelldu máli. Fjallað rækilega um tengsl latínu við<br />

nýju málin. Kenndar voru 3 stundir í viku. Vorpróf var skriflegt.<br />

Kennslubækur: Árni Hermannsson: Kennslubók í latínu I ásamt orðasafni.<br />

VI. bekkur málabraut:<br />

Lokið yfirferð í málfræði. Áhersla lögð á orðaforða, orðmyndun, hugtakaheiti og tengsl<br />

latínu við nýju málin. Heimastílar og skriflegar æfingar, stíll eða ólesin þýðing vikulega.<br />

Kenndar voru 5 stundir í viku. Stúdentspróf var skriflegt og munnlegt.<br />

Kennslubækur: Sömu bækur og getið var um með námsefni V. bekkjar. Árni<br />

Hermannsson: Kennslubók í latínu II. Árni Hermannsson: Latneskir leskaflar. Árni<br />

Hermannsson: Latneskir málshættir og grískir orðstofnar.<br />

Leikfimi<br />

Íþróttatímar voru tveir á viku í öllum bekkjardeildum. Helstu námsþættir voru almenn<br />

leikfimi með og án áhalda, útihlaup, teygju-, þrek- og styrktaræfingar, blak, handknattleikur,<br />

körfuknattleikur, og utan- og innanhússknattspyrna. Einnig fór fram kynning á skyndihjálp.<br />

Í 5. bekk sóttu þeir nemendur sundnámskeið sem áttu ólokið 9. stigi.<br />

Líffræði<br />

VI. bekkur:<br />

Markmið: Að kynna undirstöðuatriði líffræðinnar sem þátt í heimsmynd nútímafólks og<br />

gera nemendur hæfari til þess að átta sig á og leggja mat á ýmis mál sem til umfjöllunar eru í<br />

samfélaginu. Jafnframt er fjallað um almenn einkenni lífs frá smæstu einingum til hinna<br />

flóknustu og sérstök áhersla er lögð á einkenni mannsins (lífeðlisfræði, erfðir, þróun) og<br />

tengsl hans við umhverfi sitt.<br />

Námsefni: Almenn einkenni, nafngiftir, flokkun og fjölbreytileiki lífvera: Veirur, bakteríur,<br />

frumverur, skordýr, hryggdýr og fræplöntur. Lífverur og umhverfi þeirra: Fæðutengsl,<br />

stofnar, áhrif manna á umhverfi sitt og ástand umhverfismála á Íslandi. Fruman, lífræn efni,<br />

vefir, líffæri, líffærakerfi, næringarforði lífvera og orkuvinnsla. Mannslíkaminn: melting,<br />

öndun, blóðrásarkerfi, húðin, lifur, nýru, taugakerfið, sjón, heyrn og beinagrindin. Æxlun:<br />

kyn- og kynlaus æxlun, frumuskipting, æxlunarkerfi manna, egg, sáðfrumur, tíðahringur,<br />

meðganga, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar, kynæxlun blómplantna. Erfðir: litningar, gen,<br />

meginlögmál erfðafræðinnar, erfðir manna. Kjarnsýrur og prótín, eftirmyndun DKS,<br />

prótínmyndun, erfðatækni og siðferðileg vandamál tengd henni. Þróun: breytileiki,<br />

stökkbreytingar, þróunarkenningin, vísbendingar um þróun, þróunarsagan, þróun mannsins.<br />

31

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!