13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

kynna ykkur vandlega hvernig sá skóli metur verslunarpróf ykkar og athuga hversu mikill<br />

tími tapast við skiptin. Þar kemur til álita, hvort þið ætlið að halda áfram námi á sömu<br />

námsbraut eða skipta yfir í ólíkt nám. Einnig skiptir máli hvort þið fáið metna hverja<br />

námsgrein fyrir sig eða prófið í heild því vel getur farið svo að námsgreinar þar sem<br />

einkunnir ykkar eru lágar verði afskrifaðar með öllu.<br />

Þó alltaf sé erfiðara að skipta um nám og skóla en halda beint áfram, hvet ég þau ykkar<br />

sem hafa áhuga á slíku eindregið til að kynna sér málin vel og mikla ekki erfiðleikana fyrir<br />

sér, en umfram allt vinnið hratt. Farið strax á fund námsráðgjafa viðkomandi skóla og<br />

fullvissið ykkur um hvað stendur þar til boða og þá sérstaklega hversu mikið námslokum<br />

ykkar muni seinka. Mikil þrengsli eru í mörgum framhaldsskólum og því óvíst hvort þeir<br />

geta eða vilja taka við nýjum nemendum frá öðrum skólum.<br />

Langflestir þeirra sem nú útskrifast munu, ef að líkum lætur, halda áfram námi hér við<br />

skólann. Þá skiptir máli af hvaða námsbraut prófið er tekið og hvort aðaleinkunn nær 6,5.<br />

Þeir sem ekki hafa náð 6,5 geta sótt um að innritast í verslunarmenntadeild. Þar er nám<br />

sniðið fyrir þarfir þeirra sem fremur vilja hefja störf í atvinnulífinu en stofna til langrar<br />

skólagöngu enda þótt hægt sé að breyta prófinu í stúdentspróf með litlu viðbótarnámi í<br />

öldungadeild, aukist áhugi á háskólanámi síðar.<br />

Þeir sem eru yfir 6,5 í aðaleinkunn geta valið um stúdentsnám á málabraut,<br />

hagfræðibraut og stærðfræðibraut til viðbótar við verslunarmenntadeildina. Einungis þeir<br />

sem eru með verslunarpróf af stærðfræðibraut geta haldið áfram námi á þeirri braut.<br />

Nemendur með almennt verslunarpróf og aðaleinkunn yfir 6,5 geta valið um inngöngu á<br />

málabraut eða hagfræðibraut.<br />

Ég hvet ykkur öll til þess að skoða prófskírteini ykkar vandlega og meta rækilega getu<br />

ykkar og möguleika til frekara náms áður en ákvörðun verður tekin.<br />

Ég vek athygli ykkar á reglum Háskóla Íslands sem tóku gildi nýlega. Nú eru einungis<br />

nemendur af stærðfræðibraut teknir inn í verkfræði- og raunvísindadeild. Stúdentspróf af<br />

hagfræðibraut dugir þar ekki lengur.<br />

Maður, sem vill hefja rekstur fyrirtækis, byrjar á því að skoða efnahag sinn og<br />

tekjumöguleika áður en hann ákveður að stofna til fjárskuldbindinga.<br />

Þannig er því einnig farið hjá manni sem vill afla sér menntunar. Hann verður að byrja<br />

á að meta út frá kunnáttu sinni og námsgetu hverjir möguleikar hans eru. Og sá sem leggur<br />

lítið fyrir í sjóð þekkingarinnar verður aldrei auðugur í andanum, en slíkum auð verður sá að<br />

koma sér upp sem vill öðlast háar prófgráður.<br />

Kæru nemendur!<br />

Að nokkrum árum liðnum munu margir ykkar spyrja sjálfa sig í hvaða háskólanám best<br />

sé að fara. Reynslan sýnir að langflestir, sem ljúka verslunarprófi, innritast síðar í háskóla.<br />

Þá munuð þið spyrja: „Hvaða háskólanám get ég farið í” og þá eins og nú mun próf af<br />

einni námsbraut gefa ýmist minni eða meiri möguleika en próf af annarri námsbraut.<br />

Svo góð sem þessi spurning er þá væri betra að spyrja: „Hvaða nám ræð ég við”<br />

Sannleikurinn er sá að fyrir flest, ef ekki öll ykkar, er tiltölulega auðvelt að komast inn í<br />

háskóla en miklu mun erfiðara að komast í gegnum hann og út aftur með eitthvert próf í<br />

höndum. Raunsæi og fyrirhyggja mun þar mestu máli skipta.<br />

Að svo mæltu bið ég nemendur um að ganga fram og veita prófskírteinum sínum<br />

viðtöku.<br />

Ég óska nýútskrifuðum nemendum hjartanlega til hamingju með próf sín.<br />

---<br />

77

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!