13.01.2015 Views

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 1995 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Skólasetning<br />

Formaður skólanefndar, kennarar, nemendur og aðrir góðir gestir.<br />

Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar skólasetningar sem er sú 91. í<br />

röðinnni frá stofnun skólans.<br />

Verzlunarskóli Íslands hefur nú lokið fullum 90 starfsárum og við munum halda upp á<br />

níræðisafmælið með því að gera okkur dagamun með ýmsum hætti og vona ég að bæði<br />

kennarar og nemendur fái af því nokkra ánægju að stofna til slíks hátíðarhalds. Sérstaklega<br />

verður um það mál fjallað síðar við betra tækifæri.<br />

Ágætu 3. bekkingar.<br />

Hér munuð þið lesa, læra og vinna næstu fjóra vetur. Látið aldrei hvarfla að ykkur<br />

annað en að rísa undir kröfum skólans. Að gefast upp á ekki svo mikið sem að finnast í<br />

orðabókum ykkar. En þið munið mörg þurfa að vinna meir en þið hafið áður kynnst. Öll<br />

hafið þið næga námsgetu og ef fullur vilji fylgir með þá verður Verzlunarskóli Íslands ykkar<br />

skóli næstu fjögur ár.<br />

Þriðjubekkingar! Verið þið velkomnir.<br />

Fjöldi nemenda Piltar Stúlkur Samtals<br />

3.bekkur 156 120 276<br />

4. bekkur 143 112 255<br />

5. bekkur 96 80 176<br />

6. bekkur 90 107 197<br />

Samtals 485 419 904<br />

54% 46% 100%<br />

Verzlunarskóli Íslands hefur jafnan lagt mikla áherslu á að búa nemendum sínum sem<br />

besta námsaðstöðu. Svo miklu fé hefur verið til þess varið að skólabyggingin hefur orðið að<br />

sitja nokkuð á hakanum.<br />

Þar hefur þó þeim áfanga verið náð í sumar að nú hefur uppsetningu loftræsikerfa verið<br />

lokið að fullu. Aðeins á eftir að tengja stjórnkerfið og verður það gert nú á næstu vikum eins<br />

fljótt og unnt er. Þá vona ég að vinnuaðstaða batni í þeim stofum þar sem loftskiptum hefur<br />

stundum verið áfátt.<br />

Skólinn á 10 ára starfsafmæli í þessu húsi í janúar á næsta ári og væri gaman ef hægt<br />

væri að halda upp á það með því að ljúka byggingarframkvæmdum, en ennþá á eftir að ganga<br />

frá fölskum loftum sem vera eiga undir loftræsikerfunum.<br />

Þá sakar ekki að geta þess að við höfum nú plantað skógi á lóð skólans, ef nefna má<br />

jafn fá og strjál tré því nafni, en þau munu skreyta lóðina sem skógur væri, fái þau að vaxa.<br />

Þrátt fyrir þessar byggingarframkvæmdir hefur uppbygging námsaðstöðu ekki gleymst.<br />

Keyptar hafa verið 70 pentium tölvur og koma þær í stað tölva af gerðinni 386 sem orðnar<br />

voru ófærar um að keyra sum þeirra forrita sem við viljum kenna. Jafnframt hefur netkerfi<br />

skólans verið styrkt og bætt og ef þessi búnaður virkar eins og hann á að gera ásamt nýja<br />

Windows 95 kerfinu sem komið er í tölvurnar, þá er enginn vafi á að Verzlunarskóli Íslands<br />

er best tölvuvæddi framhaldsskóli landsins og e.t.v. í Evrópu allri.<br />

Nú verða 386 tölvur eingöngu í þeirri stofu þar sem vélritun er kennd. Þar verður<br />

gamla Windows stýrikerfið, og geta nemendur sem óvanir eru Windows 95 notað þá stofu til<br />

ritvinnslu og verkefnagerðar ef þeir vilja.<br />

Gera má ráð fyrir að þessi mikli tölvubúnaður verði á komandi árum í vaxandi mæli<br />

notaður til stuðnings við kennslu í öllum námsgreinum. Ekki er verið að kosta þessa miklu<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!