25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

próf eru í mörgum tilvikum yfirlitspróf þar sem prófað er úr námsefni síðustu tveggja ára.<br />

Nemendur fá árseinkunn sem er byggð á skyndiprófum, verkefnum, ástundun, mætingu og<br />

miðsvetrarprófi. Nemendur fá árseinkunnir afhentar í lok skólaárs áður en vorpróf hefjast. Að<br />

loknum vorprófum fá nemendur skírteini þar sem fram koma einkunnir í einstökum greinum<br />

og einnig árseinkunnir. Meðalárseinkunn er vegið meðaltal allra árseinkunna og meðalprófseinkunn<br />

er vegið meðaltal allra prófseinkunna. Aðaleinkunn er síðan reiknuð sem meðaltal<br />

meðalárseinkunnar og meðalprófseinkunnar.<br />

Síðastliðinn vetur var ráðist í viðamiklar breytingar á náms­ og prófafyrirkomulagi skólans.<br />

Teknar voru upp þær bóknámsbrautir sem skilgreindar eru í aðalnámskrá framhaldsskóla,<br />

jafnframt því sem einstakir námsáfangar voru skilgreindir til samræmis við aðalnámskrá.<br />

Nemendur sem voru innritaðir í Verzlunarskólann vorið <strong>2004</strong> stóð til boða eftirfarandi<br />

námsbrautir við VÍ:<br />

félagsfræðabraut<br />

alþjóðasvið<br />

náttúrufræðibraut<br />

eðlisfræðisvið<br />

líffræðisvið<br />

tölvusvið<br />

málabraut<br />

málasvið<br />

viðskiptabraut<br />

hagfræðisvið<br />

viðskiptasvið<br />

Nemendur voru innritaðir á ákveðna braut. Námið á fyrsta ári er þó skipulagt þannig að allir<br />

læra það sama óháð brautarvali. Eftir lok fyrsta árs velja nemendur síðan ákveðið svið. Samhliða<br />

þessum breytingum var tekið upp annakerfi með þeim hætti að bekkjakerfið helst. Próf<br />

eru haldin í lok annar, þ.e. í desember og á vorin auk skyndiprófa í einstökum greinum.<br />

Prófin sem tekin eru í lok annar eru lokapróf í viðkomandi námsáföngum. Yfirlitspróf, eins<br />

og verið hafa í VÍ fram til þessa, eru þar með úr sögunni. Sú nýjung var innleidd frá og með<br />

skólaárinu <strong>2004</strong> – 2005 að nemendum var boðið upp á að taka stúdentspróf á þremur árum.<br />

Nemendur gátu valið á milli viðskiptabrautar­hagfræðisviðs og náttúrufræðibrautar­líffræðisviðs.<br />

Fyrirkomulag kennslunnar er með þeim hætti að hverri önn er skipt í tvær lotur og taka<br />

nemendur 3 – 4 námsgreinar í hverri lotu. Hver lota er ca. 35 kennsludagar og taka nemendur<br />

lokapróf í viðkomandi áföngum í lok hverrar lotu. Nemendur munu þannig ljúka að meðaltali<br />

23 einingum á önn. Fyrirhugað er í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ),<br />

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) að fara af<br />

stað með verslunarfagnám fyrir fólk sem starfar í verslun. Umfang námsins jafngildir, í<br />

einingum talið, eins árs námi í framhaldsskóla. Helmingur námsins er bóklegur og fer fram í<br />

Verzlunarskólanum en hinn hlutinn er verklegur/starfsþjálfun sem fer fram á vinnustað.<br />

Kennslan hefst með því að 26 nemendur verða teknir inn og byrjar kennslan í janúar 2005.<br />

Fyrirkomulag prófa.<br />

Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins hafa framhaldsskólar til umráða 30 daga á ári<br />

til prófahalds. Samkvæmt „gamla” fyrirkomulaginu í Verzlunarskólanum þar sem yfirlitspróf<br />

eru haldin á vorin þarf fleiri prófdaga á vorin en um jólin (12 í desember og 18 í maí). Hins<br />

vegar samkvæmt nýju fyrirkomulagi þar sem nemendur taka lokapróf í viðkomandi áfanga<br />

um jól og á vorin, þá dreifast prófdagar jafnt á milli haustannar og vorannar. Nemendur 4. 5.<br />

og 6. bekkja munu ljúka námi skv. gamla kerfinu en nemendur 3. bekkjar hefja nám nú skv.<br />

nýja kerfinu. Þetta mun valda óþægindum að því leyti að bæði í desember og í maí er verið að<br />

kenna í sumum bekkjum á sama tíma og verið er að prófa í öðrum. Til að flækja þetta enn<br />

frekar eru haldin lokapróf í einstökum námsáföngum um miðja önn hjá þeim nemendum sem<br />

eru í 3ja ára námi. Það er því greinilegt að skipulag kennslu og prófa verður nokkuð flókið<br />

14

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!