25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Námsefni og kennsla<br />

Alþjóðafræði<br />

Markmið: Að auka þekkingu nemenda á tilteknum atriðum í eigin þjóðfélagi, þeim löndum í<br />

Evrópu og annarra álfa sem við höfum veruleg samskipti við, svo og stöðu Íslands í<br />

alþjóðaumhverfinu.<br />

V. bekkur, alþjóðadeild:<br />

Námslýsing: Byrjað var að skoða hvað nemendurnir legðu í hugtakið hnattvæðingu og bera<br />

svo saman við hugmyndir annarra um það efni. Síðan var rakin þróun utanríkisstefnu Íslands<br />

frá 1874. Fjallað var um evrópskar stofnanir og samtök: Evrópusambandið og helstu stofnanir<br />

þess, Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA). Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Schengensamstarfið.<br />

Unnið var með hugtakið „menning í viðskiptaumhverfi“ Evrópusambandslanda<br />

og annarra álfa. Þverfaglegt verkefni var unnið þar sem saman fléttuðust alþjóðafræði, enska<br />

og markaðsfræði.<br />

Kennslugögn: Ýmis ljósrit, vefsíður, Evrópusamruninn og Ísland eftir Eirík Bergmann,<br />

Mind your Manners eftir John Mole og Cross Cultural Business Behaviour eftir Richard R.<br />

Gesteland.<br />

VI. bekkur, alþjóðadeild:<br />

Námslýsing: Í upphafi haustannar var fjallað um breytta heimsmynd og áhrif hryðjuverkaárásanna<br />

á New York og Madrid. Fjallað var um menningarumhverfi viðskipta í ESB/EES<br />

löndum og löndum annarra álfa sem Ísland á í viðskiptum við. Lokaverkefni sem einnig var<br />

hluti af munnlegu prófi var umfjöllun um eitthvert einstakt land annarrar álfu sem Ísland á í<br />

viðskiptum við. Vorönninni lauk með málþingi um hjálparstarf sem nemendurnir stóðu fyrir.<br />

Kennslugögn: Mind your Manners eftir John Mole. Cross Cultural Business Behaviour eftir<br />

Richard R. Gesteland. Ljósritað ítarefni, Netið.<br />

Bókfærsla<br />

Námsefni í bókfærslu er skipt í fimm stig sem hér segir:<br />

1. stig: Frumatriði í dagbók, opnanir, færslur og lokanir, fábrotnir og hreinir reikningar (um<br />

15 reikningar).<br />

2. stig: Dagbók og reikningsjöfnuður, blandaðir reikningar (um 20 reikningar).<br />

3. stig: Flóknar færslur og blandaðir reikningar, tölvubókhald.<br />

4. stig: Fræðileg bókfærsla í framhaldi af 3. stigi. Kynntir um 40 nýir reikningar og<br />

millifærslur í reikningslokun. Enn fremur farið yfir skattaframtalsgerð einstaklinga.<br />

5. stig: Fræðileg bókfærsla í framhaldi af 4. stigi, breytingar á réttarformi, fjárhagsleg<br />

endurskipulagning. Samruni og slit fyrirtækja. Uppgjör samkvæmt sjóðs­ og<br />

bankahreyfingum. Skattauppgjör.<br />

Efnisskipan:<br />

III. bekkur: 1. og 2. stig<br />

IV. bekkur: 3. og 4. stig<br />

VI. bekkur: 5. stig.<br />

24

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!