25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Sophusson, fjármálaráðherra, undirrituðu samninginn, og leit ég svo á að hann hafi stöðu<br />

fjárlaga. Samningurinn kvað á um fjölgun nemenda úr 200 í 500 og í kjölfar þess var ákveðið að<br />

bjóða upp á nám í viðskiptafræðum og gefa skólanum nafnið Viðskiptaháskólinn í Reykjavík.<br />

Námi þar lauk með kerfisfræði eftir tvö ár eins og áður eða BS gráðu eftir þriggja ára nám.<br />

Viðskiptaháskólinn í Reykjavík dafnaði vel og blómgaðist en brotnaði af stilknum árið 1999 og<br />

er nú rekinn undir nafninu Háskólinn í Reykjavík og hefur fengið ígræðslu við Tækniháskólann.<br />

Eftir stofnun TVÍ skipaði menntamálaráðherra skólastjóra Verzlunarskólans í samstarfsnefnd<br />

háskólastigsins þar sem hann sat í áratug. Það var hlutverk þeirrar nefndar að gera tillögu um<br />

lagasetningu fyrir háskólastigið og það kom í minn hlut að gera fyrstu drög að lögum um<br />

háskóla þar sem, m.a. voru sett fram ákvæði um fjármögnun þeirra. Í dag fá allir háskólar<br />

fjárframlög samkvæmt reiknilíkani og ef tillögurnar hefðu verið samþykktar eins og þær voru<br />

samdar upphaflega, þá gæti Háskóli Íslands lagt á skólagjöld með sama hætti og aðrir háskólar.<br />

Fjárhagur Verzlunarskólans var lengi bágborinn og grundvallaðist á skólagjöldum, lágu framlagi<br />

ríkissjóðs en ríflegra framlagi Reykjavíkurborgar. Þetta breyttist með setningu laga um<br />

viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi árið 1976. Verslunarráð Íslands hafði þá í nokkur ár<br />

unnið að slíkri lagasetningu með þingskipaðri nefnd og í náinni samvinnu við Samband<br />

íslenskra Samvinnufélaga, sem þá rak Samvinnuskólann á Bifröst.<br />

Niðurstaða náðist í málinu í þingnefnd en það tafði lagasetningu um ár að gert var ráð fyrir að<br />

ríkissjóður eignaðist byggingar skólanna. Stjórn Verslunarráðs mótmælti þeirri eignaupptöku og<br />

fékk því komið til leiðar að skólabyggingar skyldu áfram teljast í eigu þeirra sem þær byggðu<br />

og í þeim hlutföllum sem fjárframlög segðu til um.<br />

Með þessum lögum breyttist fjárhagsgrundvöllur skólans þannig að nú fékk hann fastan<br />

tekjustofn. Langvinnum hallarekstri lauk og hægt var að áætla tekjur hans og ráðstafa þeim<br />

mörg ár fram í tímann. Frá þessum tíma hefur jafnan verið hagnaður af rekstri skólans sem er<br />

nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að skipuleggja framtíðina, taka lán og fjárfesta. Mig<br />

minnir að eignir Húsbyggingasjóðs hafi verið seldar fyrir 30 m. kr. árið 1985. Í dag væri<br />

upplausnarverð Sjálfseignarstofnunarinnar nær 3.000 m. kr.<br />

Verzlunarskólinn hefur, frá því lög voru sett um verslunarfræðslu, haft samning við ríkið, sem<br />

kveður nánar á um tekjur skólans. Fyrsti samningurinn, frá árinu 1976, gerði ráð fyrir að<br />

ríkissjóður greiddi allan eðlilegan rekstrarkostnað skólans. Mikil orka fór í að ræða við<br />

embættismenn um það, hvaða kostnaður væri eðlilegur í þessu sambandi. Það voru því góð<br />

umskipti í ágúst árið 1978 þegar tókst að ná samningi um þá mælistiku að Verzlunarskólinn<br />

skyldi fá sömu greiðslu á hvern nemanda og MR og MS kostuðu að meðaltali. Þessi samningur<br />

var í raun fyrsta reiknilíkan framhaldsskóla á Íslandi, en í dag er öllum framhaldsskólum<br />

úthlutað fé samkvæmt reiknilíkani. Verzlunarskólinn hefur því í þessum efnum sem og mörgum<br />

öðrum haft heillavænleg áhrif á þróun menntamála.<br />

Þótt lög um viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi hefðu haft mikil og góð áhrif á fjárhag<br />

skólans þá gerðu þau ekki ráð fyrir rekstrarfé vegna húsnæðis. Það var venjan að ríkið legði<br />

skólum til hús sín. Lögin kváðu hins vegar á um að nýjar skólabyggingar skyldi fjármagna<br />

þannig að 2/3 hlutar stofnkostnaðar kæmu frá opinberum aðilum og þriðjungur frá þeim sem<br />

rækju skólann.<br />

Engu að síður var sú ákvörðun tekin að byggja nýtt hús og fjármagna það án þátttöku ríkisins.<br />

Rökin fyrir því voru tvenn. Í fyrsta lagi er skólahús svo sterkur þáttur í ímynd skóla að heppilegra<br />

er að skólinn sjálfur hafi á því eignarhald og í öðru lagi var alls óvíst hvenær ríkissjóður<br />

myndi leggja fram fé til húsbyggingar.<br />

Skólanefnd Verzlunarskólans hafði lengi ráðgert að byggja þegar ég varð skólastjóri. Þá hafði<br />

skólinn byggt tvær hæðir af fjórum við Þingholtsstræti en skipulagsyfirvöld skiptu um skoðun<br />

og ákváðu að leyfa ekki fleiri hæðir á lóðinni. Þetta var nokkuð bagalegt fyrir skólann ekki síst<br />

fyrir það að flestar kennslustofurnar áttu að vera á óbyggðu hæðunum.<br />

267

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!