25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

50 kennslustofur<br />

4 tölvustofur<br />

2 vinnustofur<br />

2 raungreinastofur<br />

3 fyrirlestrarsalir (60 ­ 260 sæta)<br />

2 leikfimisalir<br />

1 500 fermetra bókasafn með lesbásum og vinnuaðstöðu<br />

20 vinnuherbergi kennara<br />

2 mötuneyti, skrifstofa, kennarastofa, sauna og aðstaða fyrir félagslíf nemenda<br />

Bókasafn.<br />

Bókasafn Verzlunarskóla Íslands er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og þá sem starfa við<br />

skólann. Það var tekið í notkun í nýju 200 m² húsnæði VÍ haustið 1986 á 3. og 4. hæð<br />

skólans. Bókasafnið var stækkað um 385 m² síðastliðinn vetur. Afgreiðsla safnsins, bókakostur,<br />

tímarit, tölvur og les­og vinnuaðstaða ásamt geymslu er á 4. hæð, en sérútbúin lesstofa<br />

og Verið, sem er sérútbúin vinnustofa nemenda, á þeirri þriðju. Þetta er afar glæsilegt húsnæði<br />

og ánægjulegt að geta boðið nemendum svo frábæra aðstöðu.<br />

Bókasafnið býður upp á mjög góða aðstöðu til náms og aðstoð við notkun safnsins, bæði í<br />

upplýsingaþjónustu og heimildaleitun. Á safninu er, m.a. að finna bækur, dagblöð, tímarit,<br />

geisladiska, tölvuforrit, gagnagrunna, rafræn tímarit, hljóðbækur, snældur, myndbönd, DVD<br />

og yfirgripsmikið úrklippusafn. Öllum notendum safnsins býðst frjáls aðgangur að mörgum<br />

rafrænum gagnasöfnum og nettengingum.<br />

Bókaval er í höndum bókasafnsfræðinga, stjórnenda skólans, kennara og starfsfólks. Tillögur<br />

nemenda eru alltaf vel þegnar. Nýtt efni er haft til sýnis í ákveðinn tíma, bókalistar eru birtir á<br />

heimasíðu safnsins, kennarastofu og á auglýsingatöflu fyrir framan safn. Nýjustu eintök<br />

tímarita eru í skáhillum á safninu en eldri árgangar eru í geymslu. Alfræðirit, orðabækur og<br />

aðrar handbækur eru við inngang í afgreiðslu.<br />

Vefsíða bókasafnsins er margþætt, en sérstök áhersla er lögð á að veita greiðan aðgang að<br />

rafrænu efni. Þar eru tengingar í gagnabanka, rafræn tímarit og bækur, leitarvefi og margs<br />

konar fróðleik notendum til hægðarauka. Rafræn skrá yfir efni safnsins er öllum aðgengileg á<br />

heimasíðu bókasafnsins. Þar er hægt að leita að öllu tölvuskráðu efni á safninu óháð stund og<br />

stað. Allt efni á bókasafni VÍ er tölvuskráð jafnóðum og það berst safninu. Í tölvuskránni eru<br />

rúmlega 15.000 bókfræðilegar færslur. Útlánin eru tölvuvædd og því þarf lánþegi að láta<br />

starfsfólk skrá lánsefni á sitt nafn. Lánþegar eru ábyrgir fyrir því sem þeir fá að láni. Ekki er<br />

unnt að fá bækur án þess að vera skráður í tölvukerfi bókasafnsins, og er útlánstími ein vika<br />

nema um annað sé samið.<br />

Yfirlit yfir tæknibúnað:<br />

Tölvur Prentarar Skannar<br />

Skrifstofur starfsfólks og kennara og sameiginleg<br />

vinnuherbergi 65 18 3<br />

Tæki sem nemendur hafa aðgang að í 4<br />

tölvustofum, 2 vinnustofum og bókasafni 162 10 1<br />

Tæki í kennslustofum og sölum 61<br />

ALLS: 288 28 4<br />

Tækjakostur skólans hefur aukist jafnt og þétt á liðnum árum. Nú eru í skólanum 288 tölvur,<br />

28 prentarar og 4 skannar. Þá eru ótaldar ca. 200 fartölvur nemenda og ótalinn fjöldi fartölva í<br />

eigu kennara. Hlutfall nemenda með fartölvur hefur verið 15 – 20% undanfarin ár og má<br />

17

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!