25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

um skipulagsskrá í upphafi. Í skólanefnd sátu jafnan menn sem voru framámenn í verslun og<br />

atvinnuuppbyggingu landsins. Fyrri heimstyrjöldin og efnahagskreppa, sem henni fylgdi, lék<br />

skólann illa. Árið 1922 var skólinn í raun gjaldþrota. Síðan þá hefur skólinn starfað undir vernd<br />

Verslunarráðsins.<br />

Verzlunarskólinn var í upphafi tveggja ára skóli sem lauk með verslunarprófi. Árið 1926 var<br />

þriðja námsárinu bætt við og 11 árum síðar því fjórða. Verslunarprófið hefur því verið tekið í<br />

lok náms í fjórða bekk frá árinu 1938. Allan tímann mun skólinn hafa rekið undirbúningsdeild<br />

fyrir þá sem skorti nauðsynlega menntun til að setjast í 1. bekk. Lengi vel voru einnig haldin<br />

inntökupróf í skólann og urðu margir frá að hverfa með sárt enni.<br />

Þegar Vilhjálmur Þ. Gíslason varð skólastjóri, gekkst hann fyrir að afla skólanum heimildar til<br />

þess að brautskrá stúdenta. Sú heimild fékkst árið 1942 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið<br />

1945. Þeir fagna því 60 ára stúdentsafmæli í dag. Tveir þeirra sitja nú hér á fremsta bekk og<br />

óska ég þeim innilega til hamingju með afmælið á þessu mikla afmælisári. Eftir að Verzlunarskólinn<br />

hóf að útskrifa stúdenta varð námstími við skólann sex ár. Nemendur settust á skólabekk<br />

13–14 ára, komu á fermingaraldri og kvöddu skólann tvítugir og fullorðnir. Frekari<br />

skipulagsbreyting var ekki gerð á skólanum fyrr en farið var að útskrifa stúdenta úr tveimur<br />

deildum, þ.e. máladeild og hagfræðideild árið1971. Þó má geta þess að fyrstu tveir bekkirnir<br />

gengu inn í grunnskólann þannig, að skólinn varð aftur fjögurra vetra skóli, en nafngiftir 3.–6.<br />

bekkja hafa haldið sér.<br />

Fyrstu breytingar í minni skólastjóratíð voru þær að leggja meiri áherslu á stúdentsprófið.<br />

Vörufræðin vék fyrir tölvufræðinni sem varð einn af burðarásum skólans. Aukin áhersla var<br />

lögð á raungreinar og árið 1983 voru stofnaðar stærðfræði­ og verslunarmenntadeildir. Stærðfræðideildinni<br />

var ætlað að búa nemendur undir nám í verkfræði­ og raunvísindadeildum<br />

háskóla og verslunarmenntadeildinni að búa nemendur undir að stofna og reka eigin fyrirtæki.<br />

Ekki er hægt að segja annað en vel hafi til tekist við stofnun þessara deilda, því nemendum sem<br />

fóru í verkfræði fjölgaði verulega og ýmsir þeirra sem í verslunarmenntadeildina fóru, eru í dag<br />

meðal auðugustu og framsæknustu manna þjóðarinnar.<br />

Árið 1987 var stofnuð öldungadeild, árið 1999 var alþjóðadeild stofnuð og tölvu­ og upplýsingadeild<br />

fór í gang árið 2002. Fyrstu stúdentar þeirrar deildar verða því brautskráðir nú og er<br />

ástæða til að óska þessum brautryðjendum sérstaklega til hamingju.<br />

Á síðasta áratug síðustu aldar varð veruleg skipulagsbreyting á námskrá framhaldsskóla, sem<br />

Verzlunarskólanum var gert skylt að fara eftir. Sú lagasetning öll hefur gert skólanum erfiðara<br />

með að gegna hlutverki sínu. Skólinn brást við með því að endurskipuleggja nám sitt, taka upp<br />

þriggja ára stúdentsbraut og innleiða annakerfi. Nú í vetur var ráðist í að stofna til verslunarfagnáms<br />

í samvinnu við Fræðslustofnun atvinnulífsins, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og<br />

Samtök verslunar og þjónustu.<br />

Skólinn hefur á síðustu árum varið talsverðum fjármunum í að byggja upp fjarnám, í þríþættum<br />

tilgangi. Í fyrsta lagi til þess að leggja nemendum sínum til öflugt hjálpartæki við námið. Í öðru<br />

lagi til þess að geta með nýjum hætti aukið starfsemi sína á sviði starfsmenntunar í samvinnu<br />

við viðskiptalífið í landinu og í þriðja lagi til þess gera sig gildandi á almennum fjarnámsmarkaði.<br />

Fyrsti hluti þessarar áætlunar er kominn í gang og hefur heppnast afbragðs vel. Margir<br />

nemendur þriðja bekkjar notuðu námsefni fjarnámsins mjög mikið og með góðum árangri við<br />

undirbúning undir vorpróf sín.<br />

Verzlunarskólinn teygði sig upp á háskólastigið árið 1988 með stofnun Tölvuháskóla Verzlunarskóla<br />

Íslands, sem tók inn stúdenta og útskrifaði þá sem kerfisfræðinga, fyrst eftir þriggja<br />

anna nám, sem fljótlega var lengt í fjórar annir. Það var Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra,<br />

sem tók af skarið í því máli og veitti Verzlunarskólanum leyfi til þessa nýja náms á<br />

háskólastigi.<br />

12. desember árið 1997 var undirritaður samningur um rekstur háskóla milli menntamálaráðuneytis<br />

og Verzlunarskóla Íslands. Bæði Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Friðrik<br />

266

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!