25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Námslýsing: Kennsla fer fram með fyrirlestrum kennara, umræðum og ýmiss konar<br />

verkefnavinnu, m.a. þar sem nemendur vinna saman. Á haustmisseri verða eftirtaldir<br />

efnisþættir til umfjöllunar: Trúarbrögð: Hugtök og birtingarmyndir. Fjallað verður um<br />

nokkur algeng hugtök sem tengjast trúarbragðafræðum, ekki síst í sögulegu ljósi. Einkum<br />

verður sjónum beint að eingyðingstrúarbrögðunum: Kristni, gyðingdómi og íslam.<br />

Miðausturlönd: Lönd og þjóðir. Valin viðfangsefni tekin til umfjöllunar. Tengsl trúarbragða<br />

og stjórnmála í menningu þjóða sérstaklega tekin fyrir. Á vormisseri verða eftirtaldir<br />

efnisþættir til umfjöllunar: Verkefni nemenda, viðfangsefni að eigin vali. Indland og<br />

Hindúismi: Viðfangsefni og lesefni að hluta valin í samráði við nemendur. Bandaríkin:<br />

Menning og þjóðfélagsskipan í Norður­Ameríku.<br />

Kennslugögn: Notast er við fjölbreytt miðlunarform: kennslubækur, greinar úr tímaritum og<br />

dagblöðum, myndbönd og fleira. The World´s Religions eftir Ninian Smart, útg. Cambridge<br />

University Press 1989. Inngangur. Trúarbrögð heimsins. Ritstjóri Michael D. Coogar, Mál og<br />

menning, Reykjavík 1999. Kaflar um gyðingdóm, kristni, íslam og hindúisma. Miðausturlönd<br />

eftir Jan Erik Wiik. Útgefandi Mál og menning, Reykjavík 1993. American Civilization. An<br />

Introduction eftir David Mauk og John Oakland. Routledge 2002 (3.útg). Valdir kaflar.<br />

Náttúrufræði 103<br />

III. bekkur, náttúrufræðibraut og<br />

VI. bekkur, alþjóða­, mála­, hagfræði­ og viðskiptadeild:<br />

Markmið: Markmið áfangans er að veita nemendum þekkingu á lífverum jarðar. Áhersla er<br />

lögð á flokkun lífvera, umhverfisfræði, erfðir, erfðaefnið, lífeðlisfræði mannslíkamans, æxlun<br />

og efnasamsetningu lífvera<br />

Námslýsing: Almenn einkenni, nafngiftir, flokkun og fjölbreytni lífvera (veirur, bakteríur,<br />

frumverur, skordýr, hryggdýr og fræplöntur). Fruman, lífræn efni, vefir, líffæri, líffærakerfi,<br />

næringarforði lífvera og orkuvinnsla. Mannslíkaminn: melting, öndun, blóðrásarkerfi, húðin,<br />

lifur, nýru, taugakerfið, sjón, heyrn og beinagrindin. Æxlun: kyn­ og kynlaus æxlun,<br />

frumuskipting, æxlunarkerfi manna, kynfrumur. Erfðir: litningar, gen, meginlögmál<br />

erfðafræðinnar, erfðir manna. Kjarnsýrur og prótín, eftirmyndun DKS, prótínmyndun,<br />

erfðatækni og siðferðisleg vandamál. Lífverur og umhverfi þeirra: (fæðutengsl, stofnar, áhrif<br />

manna á umhverfi sitt og ástand umhverfismála á Íslandi).<br />

Kennslugögn: Líffræði eftir Örnólf Thorlacius. Verklegar æfingar á skólaneti. Önnur gögn á<br />

skólaneti.<br />

Náttúrufræði 113<br />

III. bekkur:<br />

Námslýsing: Fyrir áramót er fjallað um kortagerð, stjörnufræði, jarðsögu, innræn öfl og innri<br />

gerð jarðar. Eftir áramót er fjallað um landrekskenninguna, útræn öfl, jarðefni, vatnsorku og<br />

jarðvarma á Íslandi.<br />

Kennslugögn: Jarðargæði eftir Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauta Jónsson. Auk<br />

kennslubókar er stuðst við ítarefni sem kennari útvegar nemendum. Nauðsynlegt er að<br />

nemendur hafi aðgang að kortabók og tölvu. Bókasafn Verzlunarskóla Íslands er opið<br />

nemendum þar sem góður aðgangur er að myndböndum og öðru efni sem tengist faginu.<br />

Nemendum er bent á að skoða þetta námsefni.<br />

39

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!