25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Skipulagsskrá<br />

fyrir sjálfseignarstofnun Verslunarráðs Íslands<br />

um viðskiptamenntun<br />

1. gr.<br />

Sjálfseignarstofnun Verslunarráðs Íslands um viðskiptamenntun (SVÍV) er sjálfseignarstofnun<br />

sem starfar undir vernd Verslunarráðs Íslands. Heimili og varnarþing hennar er í<br />

Reykjavík.<br />

Stofnfé sjálfseignarstofnunarinnar er eigið fé hennar þann 31. des. 1997, kr. 418.163.476 í<br />

fasteignum, kennslutækjum, verðbréfum og bankainnistæðum.<br />

2. gr.<br />

Markmið stofnunarinnar er að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs innbyrðis sem og<br />

gagnvart öðrum þjóðum með því að efla og auka viðskiptatengda menntun, rannsóknir og<br />

nýsköpun á framhalds­ og háskólastigi sem nýtist atvinnulífinu. Í þeim tilgangi rekur hún<br />

Verzlunarskóla Íslands, sem er framhaldsskóli, og Háskólann í Reykjavík.<br />

3. gr.<br />

Stjórn Verslunarráðs Íslands myndar fulltrúaráð sjálfseignarstofnunarinnar og fer með æðsta<br />

vald í málefnum hennar.<br />

Stjórnin skipar að loknum aðalfundi sínum fimm menn í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar og<br />

einn til vara. Einn stjórnarmanna skal skipaður formaður stjórnarinnar.<br />

Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar skal skipa tvær fimm manna stjórnarnefndir fyrir mismunandi<br />

svið hennar. Annars vegar skólanefnd Verzlunarskólans og hins vegar háskólaráð<br />

Háskólans í Reykjavík. Auk formanns og varaformanns skulu skipaðir þrír nefndarmenn í<br />

skólanefnd Verzlunarskólans. Jafnframt skulu auk formanns og varaformanns vera skipaðir<br />

þrír nefndarmenn í háskólaráð Háskólans í Reykjavík. Stjórn stofnunarinnar skal kveða nánar<br />

á um störf stjórnarnefnda og nefndarmanna í erindisbréfi.<br />

Kjörtímabil stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar og stjórnarnefnda er hið sama og stjórnar<br />

Verslunarráðs. Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar er heimilt að leita eftir tilnefningum aðila<br />

utan Verslunarráðs um menn til setu í skólanefnd og háskólaráði. Þó skal meirihluti fulltrúa í<br />

hvorri stjórnarnefnd vera valinn úr hópi félaga Verslunarráðs, án tilnefningar annarra aðila.<br />

4. gr.<br />

Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar fer með yfirstjórn stofnunarinnar og annast umsýslu eigna,<br />

sem ekki eru skráðar á annan hvorn skólann, í samræmi við efnahagsreikninga hennar. Hún<br />

fjallar um fræðslumál og fræðslustarf í landinu og markar heildarstefnu stofnunarinnar í<br />

menntamálum. Auk þess fer stjórnin með eftirlitshlutverk gagnvart skólanefnd Verzlunarskóla<br />

og háskólaráði Háskólans. Stjórnin skal setja sér starfsreglur sem staðfestar skulu af<br />

stjórn Verslunarráðs Íslands.<br />

Stjórnin ein getur skuldbundið stofnunina fjárhagslega. Í starfsreglum skal kveðið á um<br />

framsal á fjárhagslegu ákvörðunarvaldi til stjórnarnefnda.<br />

Formaður boðar fundi stjórnar með dagskrá og minnst þriggja daga fyrirvara nema brýn<br />

nauðsyn sé að halda fund með skemmri fyrirvara. Fundur er lögmætur ef meirihluti<br />

stjórnarmanna situr hann. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á stjórnarfundum en þó þurfa<br />

minnst þrír stjórnarmenn að greiða tillögu atkvæði sitt til þess að hún teljist samþykkt.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!