25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Námslýsing: Kennt var í tíu stundir á viku í sjö vikur. Unnið var með tíu þematengda kafla<br />

við þjálfun á öllum fjórum færniþætti tungumálsins. Farið var í upprifjun á helstu málfræðiþáttum.<br />

Nemendur hraðlásu eina skáldsögu og sex smásögur. Enn fremur sáu nemendur<br />

þematengda myndbandsþætti og eina danska kvikmynd og unnu skrifleg verkefni í tengslum<br />

við það. Nemendur unnu „logbog” alla önnina en hún er eins konar blanda af leiðabók og<br />

dagbók í dönskunáminu og hefur vægi í lokamati áfangans. Að auki voru tekin skyndipróf og<br />

unnin bæði stór og smærri símatsverkefni sem voru hluti af vinnueinkunn annarinnar.<br />

Kennslugögn: Dansk er mange ting, textabók með verkefnum og hlustunaræfingum eftir<br />

Brynhildi Ragnarsdóttur og Kirsten Friðriksdóttur, Sådan siger man,málfræðibók eftir<br />

Hafdísi Ingvarsdóttur og Kirsten Friðriksdóttur, Ungdom og galskab, eftir Elísabetu<br />

Valtýsdóttur, Hvid sommer, skáldsaga eftir Hanne Elisabeth Schultz auk kvikmyndar og<br />

myndbandsþátta.<br />

3. ára nám:<br />

DAN203 (vorönn)<br />

Markmið: Að nemendur geti skilið inntak ritmáls­ og talmálstexta sem fjalla um nokkuð<br />

sérhæft efni sem tengist þekkingu þeirra og áhugasviði. Nemendur eiga að geta notað bæði<br />

algeng orð og sérhæfð sem og orðasambönd í ræðu og riti, að geta orðað hugsanir sínar skýrt<br />

og skilmerkilega í samtölum og frásögnum. Nemendur eiga að hafa öðlast aukna færni í<br />

framburði svo þeir geti undirbúið og flutt stutta fyrirlestra um ákveðið afmarkað efni á<br />

dönsku. Nemendur eiga að geta beitt mismunandi stílbrögðum við ritun texta. Þeir eiga að<br />

hafa öðlast þekkingu á Íslandi og Danmörku, geta kynnt og borið saman þessi tvö lönd hvað<br />

varðar menningu, samfélag og landshætti. Einnig að geta aflað sér viðeigandi gagna af<br />

Netinu, á bókasafni skólans og úr dagblöðum og fræðiritum.<br />

Námslýsing: Kennt var í tíu stundir á viku í sjö vikur. Nemendur unnu með tíu þemu/kafla<br />

við þjálfun á öllum fjórum færniþáttum. Auk þess hraðlásu þeir tvær skáldsögur. Aukin<br />

áhersla var lögð á þjálfun hlustunar og talmáls vegna vægi þeirra þátta í stúdentsprófi.<br />

Nemendur sáu eina danska kvikmynd og nokkra þematengda myndbandsþætti sem þeir unnu<br />

ýmist skrifleg eða munnleg verkefni úr. Margvísleg skyndipróf voru tekin og stór og smærri<br />

símatsverkefni unnin, sem voru hluti af vinnueinkunn annarinnar. Nemendur unnu „logbog”<br />

alla önnina eins og á haustönn.<br />

Kennslugögn: Top 10, textabók með verkefnum og hlustunaræfingum eftir Brynhildi<br />

Ragnarsdóttur og Kirsten Friðriksdóttur, skáldsögurnar Andrea elsker mig eftir Niels<br />

Rohleder og En, to, tre – nu, eftir Jesper Wung­Sung.<br />

IV. bekkur:<br />

Markmið: Sömu markmið og DAN203.<br />

Námslýsing: Nemendur unnu með tíu þemu/kafla við þjálfun á öllum fjórum færniþáttum.<br />

Auk þess hraðlásu þeir tvær skáldsögur og tvær smásögur. Aukin áhersla var lögð á þjálfun<br />

hlustunar og talmáls vegna vægi þeirra þátta í stúdentsprófi. Nemendur sáu eina danska<br />

kvikmynd og nokkra þematengda myndbandsþætti sem þeir unnu ýmist skrifleg eða munnleg<br />

verkefni úr. Margvísleg skyndipróf voru tekin og stór og smærri símatsverkefni unnin, sem<br />

voru hluti af vinnueinkunn annarinnar. Nemendur unnu „logbog” alla önnina en hún er eins<br />

konar blanda af leiðabók og dagbók í dönskunáminu og hefur vægi í lokamati áfangans<br />

Kennslugögn: Top 10, textabók með verkefnum og hlustunaræfingum eftir Brynhildi<br />

Ragnarsdóttur og Kirsten Friðriksdóttur, skáldsagan Andrea elsker mig eftir Niels Rohleder<br />

og önnur að eigin vali.<br />

26

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!