25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Jarðfræði<br />

IV. bekkur, stærðfræðideild:<br />

Markmið: Að kynna nemendum jarðfræði sem vísindagrein og skýra notagildi hennar með<br />

íslenskar aðstæður sem meginviðmið. Að auka skilning nemenda á jarðskorpunni og þeim<br />

öflum sem hafa mótað hana og munu áfram móta hana.<br />

Námslýsing: Fjallað er um myndun, efnasamsetningu, þróun og eyðingu jarðskorpunnar.<br />

Kynnt hvernig innræn og útræn öfl eru sífellt að mynda og móta jarðskorpuna. Fjallað um<br />

uppruna og eðli eldvirkni, jarðhita, jarðskjálfta, jarðskorpu og plötuhreyfingar. Helstu<br />

kenningar kynntar og jarðsaga Íslands kynnt lítillega.<br />

Kennslugögn: Jarðargæði, jarðfræði nat113 gefin út af Iðnú. Höfundar eru Jóhann Ísak<br />

Pétursson og Jón Gauti Jónsson.<br />

Latína<br />

V. bekkur, máladeild:<br />

Námslýsing: Aðaláhersla var lögð á undirstöðuatriði latneskrar málfræði, s.s. sagnbeygingu,<br />

nafnorð, lýsingarorð o.fl. Lesnir léttir kaflar í samfelldu máli. Fjallað rækilega um tengsl<br />

latínu við nýju málin. Kenndar voru þrjár stundir í viku. Vorpróf var skriflegt.<br />

Kennslugögn: Árni Hermannsson: Kennslubók í latínu I, ásamt orðasafni.<br />

VI. bekkur, máladeild:<br />

Námslýsing: Lokið yfirferð í málfræði. Áhersla lögð á orðaforða, orðmyndun, hugtakaheiti<br />

og tengsl latínu við nýju málin. Farið í latneska orðstofna og lesnir valdir kaflar úr enskri bók<br />

um uppruna orða í ensku og frönsku. Einnig farið í orðstofna í grísku og áhrif þeirra í<br />

Evrópumálunum. Heimastílar og skriflegar æfingar reglulega. Kenndar voru þrjár stundir í<br />

viku. Stúdentspróf var skriflegt og munnlegt.<br />

Kennslugögn: Sömu bækur og getið var um með námsefni V. bekkjar. Árni Hermannsson:<br />

Latneskir málshættir og grískir orðstofnar og uppruni enskra og franskra orða.<br />

Íþróttir<br />

Allar bekkjadeildir:<br />

Námslýsing: Íþróttatímar voru tveir á viku í öllum bekkjardeildum. Helstu námsþættir voru<br />

almenn leikfimi með og án áhalda, útihlaup, teygju­, þrek­ og styrktaræfingar, blak,<br />

handknattleikur, körfuknattleikur, og utan­ og innanhússknattspyrna. Einnig fór fram kynning<br />

á skyndihjálp. Í 5. bekk sóttu þeir nemendur sundnámskeið sem áttu ólokið 10. stigi. Dans.<br />

Listasaga<br />

VI. bekkur, val:<br />

Markmið: Að nemendur kynnist þróun vestrænnar listsköpunar frá fornöld til okkar daga.<br />

Að þeir þekki helstu listastefnur, einkenni þeirra og þann jarðveg sem þær spruttu úr. Að<br />

nemendur geti gert grein fyrir helstu listamönnum, erlendum og innlendum.<br />

Námslýsing: Evrópsk list, þ.e. byggingalist, höggmyndalist og málaralist og helstu<br />

liststefnur, s.s. grísk myndlist, miðaldalist (rómanskur og gotneskur stíll), endurreisnarlist,<br />

barokk og rókókó, nýklassík, rómantík og raunsæi. Einnig impressionismi og expressionismi<br />

á síðustu öld og fram yfir aldamót og helstu liststefnur okkar aldar. Íslensk myndlist og tengsl<br />

við erlenda strauma. Fjallað var um einstök tímabil og helstu listamenn og verk þeirra skoðuð<br />

með hjálp bóka og litskyggna. Skriflegt próf og verkefni um einhvern tiltekinn listamann,<br />

skóla eða tímabil, sem nemendur fluttu í kennslustund.<br />

35

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!